Körfubolti

Haukar og Valur í átta liða úr­slit

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hildur Björg Kjartansdóttir og Lovísa Björt Henningsdóttir í baráttunni í Subway-deild kvenna.
Hildur Björg Kjartansdóttir og Lovísa Björt Henningsdóttir í baráttunni í Subway-deild kvenna. Vísir/Bára

Haukar tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta með sjö stiga sigri á Ármanni í kvöld, lokatölur 74-67. Valur vann þá sigur á Breiðabliki.

Leikurinn var jafnari en við var búist. Á endanum höfðu þó Haukar betur í Ólafssal. Lovísa Björk Henningsdóttir fór fyrir heimaliðinu, hún skoraði 17 stig og tók 10 fráköst.

Þar á eftir kom Rósa Björk Pétursdóttir með 15 stig. Í liði Ármanns var Fanney Ragnarsdóttir stigahæst með 20 stig.

Valur er einnig komið í 8-liða úrslit eftir níu stiga sigur á Blikum, lokatölur á Hlíðarenda 75-66. Hildur Björg Kjartansdóttir var stigahæst í sigurliðinu með 23 stig og 10 fráköst. Þórdís Jóna Kristjánsdóttir var stigahæst hjá Blikum, einnig með 23 stig.

Í gær tryggðu  Stjarnan, Keflavík, Hamar og Þór Akureyri sér einnig sæti í 8-liða úrslitum VÍS-bikars kvenna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×