Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar 26. nóvember 2025 07:02 Við höfum eflaust öll orðið vör við það undanfarin ár að óstöðugleiki fer vaxandi á alþjóðavísu og má í því samhengi nefna heimsfaraldur Covid 19, innrásarstríð Rússa í Úkraínu, loftslagsbreytingar og tollastríð. Samhliða þessum aukna óstöðugleika hefur umræða um fæðuöryggi þjóða aukist og stjórnvöld víða um heim litið til þess að uppfæra áætlanir og aðrar ráðstafanir sem snúa að málaflokknum. Matvæli og fæðuöryggi heyra undir mitt ráðuneyti og í ríkisstjórninni erum við með augun á þessum bolta. Á morgun kynnir atvinnuvegaráðuneytið á sérstöku málþingi í Kaldalóni í Hörpu tvær skýrslur um fæðuöryggi og neyðarbirgðir matvæla auk sérstaks mælaborðs um stöðu fæðuöryggis á Íslandi. Önnur skýrslan, Neyðarbirgðir fyrir íslenska matvælaframleiðslu, var unnin af Torfa Jóhannessyni fyrir Landbúnaðarháskóla Íslands á grundvelli samstarfssamnings skólans og atvinnuvegaráðuneytisins. Fyrirtækið Nordic Insights hefur síðan unnið mælaborð um stöðu og horfur fæðuöryggis á Íslandi sem Torfi mun einnig kynna. Hin skýrslan, Tillögur að neyðarbirgðum matvæla á Íslandi, var unnin af vísindamönnum við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands fyrir atvinnuvegaráðuneytið og mun einn höfundur skýrslunnar, dr. Ólafur Ögmundarson, kynna hana. Á málþinginu verða síðan tvö pallborð þar sem lagt verður út af efni skýrslnanna með þátttöku skýrsluhöfunda og annarra sérfræðinga, þar á meðal viðskiptastjóra á iðnaðar- og hugverkasviði SI, fyrrverandi ritstjóra Bændablaðsins og framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Aðfangakeðjur einn af lykilþáttum fæðuöryggis Fæðuöryggi er mikilvægur hlekkur í því að tryggja lífsafkomu þjóða og ræðst af samspili fjölmargra ólíkra þátta á borð við alþjóðamarkaði, stöðu innlendrar framleiðslu og aðgengi heimila og einstaklinga að matvælum. Eitt mikilvægasta hlutverk stjórnvalda á hverjum tíma er að tryggja öruggt framboð matvæla. Á Íslandi erum við mjög háð innflutningi á lykilhráefnum til matvæla- og fóðurframleiðslu m.a. vegna legu landsins og loftslagslegra takmarkana. Vaxtartími er stuttur sem takmarkar möguleika til akuryrkju og garðyrkju en á sama tíma eru fiskveiðar margfalt meiri en sem nemur innanlandsþörf. Sjávarútvegur er samt sem áður mjög háður mikilvægum aðfangakeðjum á borð við innflutning á olíu og ýmsu öðru. Sama gildir um landbúnað og í raun alla innlenda matvælaframleiðslu. Á það er bent í skýrslu HÍ að vegna þessa er staða Íslands viðkvæm hvað fæðuöryggi varðar. Í skýrslunni segir að ef til hættuástands kæmi í heiminum sem hefði áhrif á þessar mikilvægu aðfangakeðjur eða ef landið myndi lokast í ákveðinn tíma vegna t.d. náttúruhamfara eða stríðsátaka, væri erfitt að tryggja frjálst fæðuval, nægar birgðir og jafnvel aðgang að næringarríkum mat þar sem matvælaframleiðsla hérlendis er ekki sjálfbær hvað marga grunnfæðuflokka varðar. Fæðuöryggi er samstarfsverkefni Við Íslendingar búum á eyju á norðurhveli jarðar og verðum því líklega aldrei fullkomlega sjálfbær þegar kemur að matvælaframleiðslu, enda er það ekki markmiðið í sjálfu sér þegar kemur að fæðuöryggi. Engu að síður er ljóst við lestur skýrslnanna að stjórnvöld geta gripið til ýmissa aðgerða til að tryggja fæðuöryggi með markvissari hætti en nú er gert. Viðfangsefnið er margþætt og flókið og hefur fjölmarga snertifleti. Hafin er vinna innan Stjórnarráðsins sem dómsmálaráðuneytið leiðir þar sem áfallaþol íslensk samfélags er metið og greint í stærra samhengi og hvernig má efla það til framtíðar. Í slíkri vinnu þurfa ýmsir aðilar að koma að borðinu, þar á meðal matvælaframleiðendur, orkufyrirtækin, almannaheillasamtök, verslanir og flutningafyrirtæki. Það verkefni snertir auðvitað ekki bara matvæli. Ég hlakka til samtalsins á morgun og vinnunnar framundan. Þetta er gríðarlega mikilvægt málefni sem ríkisstjórnin mun setja á oddinn næstu mánuði – þar sem meðal annars verður litið til þeirra tillagna sem fram koma í þeim skýrslum sem kynntar verða á málþinginu. Ég hvet öll þau sem eru áhugasöm um þetta mikilvæga málefni til þess að mæta en málþingið stendur frá kl. 14-16 og fer fram eins og áður segir í Kaldalóni í Hörpu. Höfundur er atvinnuvegaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Matvælaframleiðsla Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Sjá meira
Við höfum eflaust öll orðið vör við það undanfarin ár að óstöðugleiki fer vaxandi á alþjóðavísu og má í því samhengi nefna heimsfaraldur Covid 19, innrásarstríð Rússa í Úkraínu, loftslagsbreytingar og tollastríð. Samhliða þessum aukna óstöðugleika hefur umræða um fæðuöryggi þjóða aukist og stjórnvöld víða um heim litið til þess að uppfæra áætlanir og aðrar ráðstafanir sem snúa að málaflokknum. Matvæli og fæðuöryggi heyra undir mitt ráðuneyti og í ríkisstjórninni erum við með augun á þessum bolta. Á morgun kynnir atvinnuvegaráðuneytið á sérstöku málþingi í Kaldalóni í Hörpu tvær skýrslur um fæðuöryggi og neyðarbirgðir matvæla auk sérstaks mælaborðs um stöðu fæðuöryggis á Íslandi. Önnur skýrslan, Neyðarbirgðir fyrir íslenska matvælaframleiðslu, var unnin af Torfa Jóhannessyni fyrir Landbúnaðarháskóla Íslands á grundvelli samstarfssamnings skólans og atvinnuvegaráðuneytisins. Fyrirtækið Nordic Insights hefur síðan unnið mælaborð um stöðu og horfur fæðuöryggis á Íslandi sem Torfi mun einnig kynna. Hin skýrslan, Tillögur að neyðarbirgðum matvæla á Íslandi, var unnin af vísindamönnum við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands fyrir atvinnuvegaráðuneytið og mun einn höfundur skýrslunnar, dr. Ólafur Ögmundarson, kynna hana. Á málþinginu verða síðan tvö pallborð þar sem lagt verður út af efni skýrslnanna með þátttöku skýrsluhöfunda og annarra sérfræðinga, þar á meðal viðskiptastjóra á iðnaðar- og hugverkasviði SI, fyrrverandi ritstjóra Bændablaðsins og framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Aðfangakeðjur einn af lykilþáttum fæðuöryggis Fæðuöryggi er mikilvægur hlekkur í því að tryggja lífsafkomu þjóða og ræðst af samspili fjölmargra ólíkra þátta á borð við alþjóðamarkaði, stöðu innlendrar framleiðslu og aðgengi heimila og einstaklinga að matvælum. Eitt mikilvægasta hlutverk stjórnvalda á hverjum tíma er að tryggja öruggt framboð matvæla. Á Íslandi erum við mjög háð innflutningi á lykilhráefnum til matvæla- og fóðurframleiðslu m.a. vegna legu landsins og loftslagslegra takmarkana. Vaxtartími er stuttur sem takmarkar möguleika til akuryrkju og garðyrkju en á sama tíma eru fiskveiðar margfalt meiri en sem nemur innanlandsþörf. Sjávarútvegur er samt sem áður mjög háður mikilvægum aðfangakeðjum á borð við innflutning á olíu og ýmsu öðru. Sama gildir um landbúnað og í raun alla innlenda matvælaframleiðslu. Á það er bent í skýrslu HÍ að vegna þessa er staða Íslands viðkvæm hvað fæðuöryggi varðar. Í skýrslunni segir að ef til hættuástands kæmi í heiminum sem hefði áhrif á þessar mikilvægu aðfangakeðjur eða ef landið myndi lokast í ákveðinn tíma vegna t.d. náttúruhamfara eða stríðsátaka, væri erfitt að tryggja frjálst fæðuval, nægar birgðir og jafnvel aðgang að næringarríkum mat þar sem matvælaframleiðsla hérlendis er ekki sjálfbær hvað marga grunnfæðuflokka varðar. Fæðuöryggi er samstarfsverkefni Við Íslendingar búum á eyju á norðurhveli jarðar og verðum því líklega aldrei fullkomlega sjálfbær þegar kemur að matvælaframleiðslu, enda er það ekki markmiðið í sjálfu sér þegar kemur að fæðuöryggi. Engu að síður er ljóst við lestur skýrslnanna að stjórnvöld geta gripið til ýmissa aðgerða til að tryggja fæðuöryggi með markvissari hætti en nú er gert. Viðfangsefnið er margþætt og flókið og hefur fjölmarga snertifleti. Hafin er vinna innan Stjórnarráðsins sem dómsmálaráðuneytið leiðir þar sem áfallaþol íslensk samfélags er metið og greint í stærra samhengi og hvernig má efla það til framtíðar. Í slíkri vinnu þurfa ýmsir aðilar að koma að borðinu, þar á meðal matvælaframleiðendur, orkufyrirtækin, almannaheillasamtök, verslanir og flutningafyrirtæki. Það verkefni snertir auðvitað ekki bara matvæli. Ég hlakka til samtalsins á morgun og vinnunnar framundan. Þetta er gríðarlega mikilvægt málefni sem ríkisstjórnin mun setja á oddinn næstu mánuði – þar sem meðal annars verður litið til þeirra tillagna sem fram koma í þeim skýrslum sem kynntar verða á málþinginu. Ég hvet öll þau sem eru áhugasöm um þetta mikilvæga málefni til þess að mæta en málþingið stendur frá kl. 14-16 og fer fram eins og áður segir í Kaldalóni í Hörpu. Höfundur er atvinnuvegaráðherra
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun