Bílar

Af hverju er Orka náttúrunnar í orkuskiptum?
Orka náttúrunnar (ON) framleiðir og selur rafmagn á landsvísu. Framtíðarsýn fyrirtækisins er sú að auka lífsgæði og skapa verðmæti á sjálfbæran hátt og vera leiðandi afl í nýsköpun og þróun endurnýjanlegrar orku, en rafmagn er innlend endurnýjanleg orka.

Segir leitt að missa 4×4 og hafnar ásökunum um harðlínustefnu
„Okkur finnst mjög leiðinlegt að missa 4×4. Það eru mjög mörg mál sem við eigum sameiginleg og hagsmunir sem við eigum sameiginlega.“ Þetta segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, um ákvörðun Ferðaklúbbsins 4×4 að segja sig úr Landvernd. Hún hafnar ásökunum klubbsins um að Landvernd hafi rekið stefnu undanfarin ár sem hafi verið öfgakennd og markast af harðlínu.

Segja sig úr Landvernd vegna „öfga“ og „harðlínu“
Ferðaklúbburinn 4×4 hefur sagt sig úr Landvernd sem klúbburinn sakar um að hafa rekið stefnu undanfarin ár sem hafi verið öfgakennd, markast af harðlínu og farið langt út fyrir svið náttúruverndar.

Héraðsdómur féllst ekki á að kona hafi ætlað að kaupa hjólhýsi með Land Rovernum
Kona var í gær dæmd í Héraðsdómi Reykjaness til að greiða hátt í 5,3 milljóna króna sekt fyrir að hafa gefið upp rangt kaupverð á Land Rover Defender 90 Ts Xs bifreið sem hún flutti inn til Íslands.

2021 og hraðari orkuskipti
Á nýju ári er alltaf gott að líta fram á veginn og skoða hvað megi leggja auknar áherslur á. Ofarlega á mínum lista eru þriðju orkuskiptin. Knýja þarf fram orkuskipti í samgöngum, til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum miðað við Parísarsamninginn og ný og efld markmið Íslands um minni losun og aukna kolefnisbindingu.

Tesla Model 3 mest seldi bílinn á Íslandi
Tesla Model 3 var mest seldi bíllinn á Íslandi á síðasta ári en 858 slíkir rafbílar voru nýskráðir árið 2020. Næst á eftir kom tengiltvinnbíllinn Mitsubishi Outlander en 773 slík eintök voru nýskráð hér á landi, samkvæmt tölum frá Samgöngustofu.

Kona innkölluð vegna villu
BL Hyundai, sem starfrækir verslun í Kauptúni í Garðabæ, mun þurfa að innkalla 49 bifreiðar af tegundinni Hyundai KONA EV. Um er að ræða bifreiðar af árgerð 2018-2020. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Neytendastofu.

Félag Friðberts kaupir allt hlutafé í Heklu
Riftún ehf., sem er í eigu Friðberts Friðbertssonar, forstjóra Heklu hf., hefur keypt allt hlutafé í bílaumboðinu Heklu.

Apple sagt stefna á framleiðslu rafbíla árið 2024
Bandaríski tæknirisinn Apple er sagður stefna á að hefja framleiðslu sjálfkeyrandi rafbíla árið 2024.

Fresta niðurfellingu ívilnunar vegna tengiltvinnbíla
Svo virðist sem ákveðið hafi verið að fresta fyrirhugaðri niðurfellingu ívilnunar sem tengiltvinnbílar hafa notið hér á landi í formi lækkaðs virðisaukaskatts.

Lægsta verð ÓB á fjórum stöðvum
Lægsta verð ÓB er á stöðvunum við Fjarðarkaup í Hafnarfirði, Arnarsmára og Bæjarlind í Kópavogi og Hlíðarbraut Akureyri.

Bluebíll dembir í gjafaleik og gefur bláan Duster
Bluebíll stendur fyrir gjafaleik undir yfirskriftinni Átt þú hann skilið, og gefur eitt stykki Dacia Duster. Kíktu inn á facebooksíðu Bluebill.is til að taka þátt í leiknum

Svona fer Tesla að því að framleiða 5000 bíla á viku
Eitt allra vinsælasta farartæki heimsins í dag eru bílarnir frá fyrirtækinu Tesla en um er að ræða rafmagnsbíla sem ganga aðeins fyrir rafmagni.

Nagladekk spila langstærstan þátt í myndun svifryks
Greining nýrrar rannsóknar bendir til þess að nagladekkjanotkun spili langstærstan þátt í myndun svifryks frá umferð á höfuðborgarsvæðinu en aðrir áhrifaþættir eru vegyfirborð, umferðarmagn, hraði og þjónusta; söltun og skolun. Ein af niðurstöðum rannsóknarinnar er að draga þurfi verulega úr nagladekkjanotkun.

Segir íslensk tryggingafélög okra á bíleigendum því þau komist upp með það
Félag íslenskra bifreiðaeigenda segir bílatryggingar hér á landi helmingi eða tvöfalt dýrari en á hinum Norðurlöndunum.

Svifryksmengun nærri tvöfalt yfir mörkum í borginni í gær
Styrkur svifryks var nærri tvöfalt hærri en heilsuverndarmörk gera ráð fyrir á mælistöð við Grensásveg í gær. Mengun hefur áfram verið viðvarandi í frosti og stillu í borginni í dag þrátt fyrir að borgin hafi látið rykbinda götur. Nagladekk eru sögð vega þungt í svifryksmengun af þessu tagi.

Feðgarnir í Svartárkoti halda báðir tryggð við fyrsta bílinn
Áhugi manna á gömlum bílum lýsir sér með ýmsum hætti. Hjá feðgum á bænum Svartárkoti í Bárðardal í Þingeyjarsveit birtist hann í því að hafa aldrei sleppt takinu á fyrsta bílnum sem þeir eignuðust. Þetta mátti sjá í þættinum Um land allt á Stöð 2.

Flýta banni við bensín- og dísilbílum um fimm ár
Breska ríkisstjórnin kynnti áform um að flýta banni við nýjum bensín- og dísilbílum um fimm ár í dag. Bannið á nú að taka gildi árið 2030 og vera liður í gera Bretland kolefnishlutlaust fyrir árið 2050.

Smáa letrið kom Eiríki í koll sem situr eftir með sárt ennið
Eiríkur Björnsson keypti lítillega tjónaðan Nissan Leaf bíl árið 2019. Lítið mál hélt Eiríkur þar til rafhlaðan fór allt í einu að verða til vandræða.

Ætla að byrja að rukka fyrir rafhleðsluna í miðbænum
Innan tíðar hefst gjaldtaka á rafhleðslustöðvum sem reknar eru af Reykjavíkurborg.