Skoðanakannanir

Nýr leiðtogi og skarpari málflutningur Samfylkingunni til góðs
Samfylkingin mælist stærst allra flokka samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Stjórnmálafræðingur segir stöðuna ekki mikla forspá fyrir næstu kosningar en leiðtogabreytingar og endurskipulag málefna virðist reynast flokknum vel.

Samfylkingin stærsti flokkur landsins
Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn á Alþingi samkvæmt nýrri könnun Maskínu og er með tæplega 24 prósenta fylgi.

Meirihluti landsmanna vill fleiri vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir
Sextíu og sex prósent Íslendinga eru á því að fleiri vatnafls- og jarðvarmavirkjanir þurfi að reisa hér á landi, ef marka má nýja könnun.

Þriðjungur vill sjá Kristrúnu sem fjármálaráðherra
Maskína spurði í nýlegri könnun um frammistöðu formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi á yfirstandandi kjörtímabili og niðurstöðurnar voru um margt forvitnilegar. Þá var spurt hver eigi að vera forsætisráðherra og hver fjármálaráðherra.

Samfylkingin orðin stærsti flokkur landsins samkvæmt könnun
Samfylkingin er stærsti flokkur landsins, með örlítið forskot á Sjálfstæðisflokkinn, samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Stjórnmálafræðingur segir þetta mikil tíðindi - og allt Kristrúnu Frostadóttur að þakka.

Currywurst ekki lengur uppáhaldsskyndibiti Þjóðverja
Ný skoðanakönnun bendir til að Þjóðverjar séu í auknum mæli að snúa baki við hefðbundnum þýskum pylsum þegar kemur að vali á skyndibita. Aldur svarenda virðist þó ráða miklu þegar kemur að valinu.

Fylgi Samfylkingar rúmlega tvöfaldast frá síðustu kosningum
Fylgi Samfylkingarinnar hefur rúmlega tvöfaldast frá þingkosningum á síðustu ári samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallúp. Fylgi flokksins mælist nú rúmlega 21 prósent samanborið við 9,9 prósent í þingkosningunum í september 2021 og fengi flokkurinn samkvæmt könnuninni fimmtán þingmenn kjörna.

Stóraukið fylgi hjá Samfylkingunni
Fylgi Samfylkingarinnar stóreykst á milli mánaða samkvæmt nýrri könnun Maskínu og mælist nú nítján prósent samanborið við fjórtán prósent í síðasta mánuði.

Meirihluti treystir ríkisstjórninni illa til frekari bankasölu
Um tveir þriðju hlutar landsmanna treysta ríkisstjórninni illa til þess að selja restina af eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Einungis sextán prósent treysta ríkisstjórninni vel til þess.

Stuðningur kjósenda Samfylkingar við aðild að ESB úr 84 prósentum í 67 prósent
42,8 prósent þjóðarinnar eru hlynnt aðild að Evrópusambandinu en 35,1 prósent andvíg. Óákveðnum hefur fjölgað úr 17,7 prósent í 22,1 prósent, ef marka má nýja könnun Prósents. Dregið hefur úr stuðningi við aðild meðal kjósenda Samfylkingarinnar.

Fleiri telja Ísland veita of mörgum flóttamönnum hæli en of fáum
Fleiri telja nú að Ísland veiti of mörgum flóttamönnum hæli en of fáum. Afstaða landsmanna til málsins hefur harðnað nokkuð milli kannanna.

Traust til Katrínar hrynur en Kristrún rýkur upp
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar er sá stjórnmálaleiðtogi sem Íslendingar segjast treysta best, samkvæmt nýrri könnun sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið og birt var í morgun.

Sunnlendingar einoka keppni um sveitarfélag ársins
Fjögur sveitarfélög voru útnefnd sveitarfélag ársins 2022. Öll fjögur eru staðsett á Suðurlandi en þetta er í fyrsta sinn sem sveitarfélag ársins er valið.

Dapurlega lítill stuðningur við breiða ríkisstjórn
Einungis fjórðungur landsmanna er ánægður með störf ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðuna nokkuð dapurlega og telur erfiðan þingvetur fram undan. Brestir í stjórnarsamstarfinu hafi komið fram eftir faraldurinn.

Framsókn missir fjögur prósent milli mánaða
Framsóknarflokkurinn mælist með 15,6 prósent fylgi í nýjustu könnun Maskínu sem framkvæmd var dagana 16. til 27. september. Flokkurinn var með 19,6 prósent í ágúst en tapaða fylgið virðist dreifast á Samfylkinguna, Viðreisn og Vinstri græna.

Fleiri telja líkur á hryðjuverkaárás á Íslandi en áður
Margfalt fleiri landsmenn telja líklegra en áður að mannskæð hryðjuverk verði framin á Íslandi. Þetta sýnir ný könnun en afbrotafræðingur segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart og vera viðbrögð við nýlegum fréttum.

Þetta er uppáhalds sundlaug Íslendinga
Sundlaug Akureyrar er uppáhalds sundlaug Íslendinga, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fréttastofa sótti tvær vinsælustu laugar landsins heim í dag. Heildarniðurstöður má nálgast neðst í fréttinni.

Hlynnt leiguþaki og -bremsu sama hvaða stjórnmálaflokk það kýs
Könnun á vegum Samtaka leigjenda sem framkvæmd var af Maskínu 2. til 12. september varpar ljósi á það hvert viðhorf tilviljunarúrtaks fólks úr þjóðskrá er til leigubremsu og leiguþaks. 1.249 manns svöruðu könnuninni.

Sósíalistar hástökkvarar í nýrri könnun
Fylgi Sósíalista hefur nær aldrei mælst hærra og hækkar mesta allra flokka í nýrri könnun Maskínu. Í júlí mældist flokkurinn með um fimm prósenta fylgi en nú með 7,3 prósent. Flokkurinn hefur hæst farið í 7,6 prósent í könnun Maskínu í desember í fyrra.

Vill að Ragnar Þór leiði Alþýðusamband Íslands
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og formaður Starfsgreinasambands Íslands, hefur ekki í hyggju að bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands. Tíminn verði þó að leiða í ljós hvort hann bjóði sig fram til varaforseta sambandsins. Hann vill mjög gjarnan sjá Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, leiða ASÍ.