Ofurskálin

Fréttamynd

Limmósínuskortur vegna Super Bowl

Limmósínuskortur er í Atlanta og segja bílaleigur Georgíufylki bera sökina á því að ekki sé nóg af limmósínum í borginni til þess að ferja eigendur NFL liða, viðskiptajöfra og aðrar stórstjörnur sem eru mættar til þess að horfa á stórleikinn um ofurskálina.

Sport
Fréttamynd

Sagan hliðholl Patriots og Brady

Super Bowl-leikurinn fer fram í 53. sinn um helgina þegar New England Patriots og Los Angeles Rams mætast í Atlanta. Þetta er í fyrsta sinn í 17 ár sem Rams kemst í Super Bowl en þriðja árið í röð sem Patriots leikur til úrslita.

Sport
Fréttamynd

Mætti með bikarinn, meistarahring og stafla af peningum

Sean Payton, þjálfari NFL-liðsins New Orleans Saints, fór óhefðbundna leið til þess að koma sínum mönnum í gírinn fyrir leik liðsins um helgina. Þá tekur Saints á móti meisturum Philadelphia Eagles í átta liða úrslitum deildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Kíló af vængjum yfir Súperskál

Íslendingar eru farnir að elska Super Bowl og vaka margir hverjir fram eftir nóttu yfir leiknum með fleiri kíló af óhollustu til að japla á yfir leiknum. Hvernig skyldu eftirköstin vera? Lífið náði tali af aðdáanda.

Lífið
Fréttamynd

Fleiri myndir frá atriðunum á Super Bowl

Söngkonan Beyonce stóð við stóru orðin með stórbrotnu atriði í hálfleik á Super Bowl, úrslitaleiknum í NFL-deildinni og einum stærsta íþróttaviðburði vestanhafs. Beyoncé flutti úrval laga sinna og allt ætlaði um koll að keyra þegar þær Kelly Rowland og Michelle Williams, sem eitt sinn mynduðu sveitina Destiny's Child ásamt Beyoncé, komu saman á nýjan leik í miðju atriðinu. Það var svo söngkonan Alicia Keys sem söng þjóðsönginn og Jennifer Hudson kom einnig fram fyrir leikinn. Baltimore Ravens fóru með sigur af hólmi í leiknum.

Lífið