Gaf honum aftur treyjuna sem þeir höfðu skipst á eftir Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 23:30 Damien Williams fagnar í treyjunni sinni í Super Bowl leiknum. Getty/Jamie Squire Damien Williams átti leik lífs síns í Super Bowl á sunnudagskvöldið þegar hann skoraði tvisvar í sigri Kansas City Chiefs og mótherji hans vildi passa upp á það að hann ætti keppnistreyjuna frá þessu magnaða kvöldi. Hlaupararnir Raheem Mostert hjá San Francisco 49ers og Damien Williams hjá Kansas City Chiefs voru í risastórum hlutverkum í Super Bowl um síðustu helgi. Eftir leikinn skiptust þeir á keppnistreyjum sínum í leikmannagöngunum. Damien Williams átti frumkvæðið að því. Keppnistreyja Damien Williams, sem var einn af mönnum leiksins, hefði verið mikils virði á netinu en Raheem Mostert sýndi mikinn rausnarskap með því að senda Damien skilaboð á samfélagsmiðlum um að hann ætti að eiga treyjuna sjálfur. Skilaboðin frá Raheem Mostert má sjá hér fyrir neðan. Contemplated putting this on eBay but this belongs to YOU and yours! You did your thing. Hand this down for generations! PROUD OF YOU BRO! Much love. #undraftedRBs@TooLoose26pic.twitter.com/RL4oIgtQhr— Raheem Mostert (@RMos_8Ball) February 6, 2020 „Var að hugsa um að selja hana á eBay en þessi treyja tilheyrir þér og þínum. Láttu þínar kynslóðir varðveita hana. Stoltur af þér. Ástarkveðjur,“ skrifaði Raheem Mostert. Raheem Mostert hefur fengið mikið hrós fyrir þetta framtak sitt sem er til mikillar fyrirmyndar. Damien Williams skoraði bæði snertimörkin sín í fjórða leikhlutanum þegar Kansas City Chiefs liðið snéri við leiknum og tryggði sér sigurinn. Damien Williams og Raheem Mostert hafa báðir flakkað um deildina en þeir þekktust síðan þeir voru saman hjá Miami Dolphins árið 2015. Williams var á undan að finna gott starf en eftir mikil flakk í mörg ár þá fann Raheem Mostert loksins sinn stað hjá liði Kansas City Chiefs. Hér fyrir neðan má sjá þá Damien Williams og Raheem Mostert skiptast á treyjunum í leikmannagöngunum. “Don’t let this be the end of our journey.” Damien Williams made sure to grab fellow undrafted RB, @RMos_8Ball’s jersey after playing on the biggest stage.@Chiefs | @49erspic.twitter.com/SllDbJYlhK— NFL Films (@NFLFilms) February 5, 2020 NFL Ofurskálin Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Fleiri fréttir Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Rooney er ósammála Gerrard Sæmundur heimsmeistari aftur Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Sjá meira
Damien Williams átti leik lífs síns í Super Bowl á sunnudagskvöldið þegar hann skoraði tvisvar í sigri Kansas City Chiefs og mótherji hans vildi passa upp á það að hann ætti keppnistreyjuna frá þessu magnaða kvöldi. Hlaupararnir Raheem Mostert hjá San Francisco 49ers og Damien Williams hjá Kansas City Chiefs voru í risastórum hlutverkum í Super Bowl um síðustu helgi. Eftir leikinn skiptust þeir á keppnistreyjum sínum í leikmannagöngunum. Damien Williams átti frumkvæðið að því. Keppnistreyja Damien Williams, sem var einn af mönnum leiksins, hefði verið mikils virði á netinu en Raheem Mostert sýndi mikinn rausnarskap með því að senda Damien skilaboð á samfélagsmiðlum um að hann ætti að eiga treyjuna sjálfur. Skilaboðin frá Raheem Mostert má sjá hér fyrir neðan. Contemplated putting this on eBay but this belongs to YOU and yours! You did your thing. Hand this down for generations! PROUD OF YOU BRO! Much love. #undraftedRBs@TooLoose26pic.twitter.com/RL4oIgtQhr— Raheem Mostert (@RMos_8Ball) February 6, 2020 „Var að hugsa um að selja hana á eBay en þessi treyja tilheyrir þér og þínum. Láttu þínar kynslóðir varðveita hana. Stoltur af þér. Ástarkveðjur,“ skrifaði Raheem Mostert. Raheem Mostert hefur fengið mikið hrós fyrir þetta framtak sitt sem er til mikillar fyrirmyndar. Damien Williams skoraði bæði snertimörkin sín í fjórða leikhlutanum þegar Kansas City Chiefs liðið snéri við leiknum og tryggði sér sigurinn. Damien Williams og Raheem Mostert hafa báðir flakkað um deildina en þeir þekktust síðan þeir voru saman hjá Miami Dolphins árið 2015. Williams var á undan að finna gott starf en eftir mikil flakk í mörg ár þá fann Raheem Mostert loksins sinn stað hjá liði Kansas City Chiefs. Hér fyrir neðan má sjá þá Damien Williams og Raheem Mostert skiptast á treyjunum í leikmannagöngunum. “Don’t let this be the end of our journey.” Damien Williams made sure to grab fellow undrafted RB, @RMos_8Ball’s jersey after playing on the biggest stage.@Chiefs | @49erspic.twitter.com/SllDbJYlhK— NFL Films (@NFLFilms) February 5, 2020
NFL Ofurskálin Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Fleiri fréttir Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Rooney er ósammála Gerrard Sæmundur heimsmeistari aftur Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Sjá meira