Sport

Sjáðu fagnaðarlætin eftir Super Bowl í 360 gráðum | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Tom Brady fagnar sjötta sigrinum.
Tom Brady fagnar sjötta sigrinum. vísir/getty

Tom Brady og félagar í New Englands Patriots unnu Super Bowl í sjötta sinn aðfaranótt mánudagsins þegar að liðið lagði Los Angeles Rams, 13-3.

Patriots er nú búið að vinna Super Bowl tvisvar sinnum á síðustu þremur árum og þrisvar sinnum á síðustu fimm árum en sigurganga liðsins frá aldamótum hefur verið ótrúleg.

Eins og alltaf er mikið um fagnaðarlæti og mikil ringulreið inn á vellinum eftir að leik er lokið og fram að því að bikarinn er afhentur en nú má sjá nánast allt sem gerðist í fagnaðarlátunum.

Á Youtube-síðu NFL-deildarinnar er myndband þar sem nánast er hægt að taka þátt í fagnaðarlátunum frá upphafi til enda og sjá allan völlinn í 360 gráðu myndavél.

Þessa skemmtilegu innsýn má sjá hér að neðan.

NFL

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.