Verslun

Fréttamynd

ÁTVR græði á mis­notkun kerfisins sem bitni á úr­vali

Vínsali sem hefur reynt að koma sjö víntegundum í fastasölu hjá Vínbúðinni án árangurs segir reynslukerfi ÁTVR misnotað af fjársterkari heildsölum sem kaupi sjálfir birgðir af eigin víni þegar reynslutíma er við það að ljúka. Hann segist binda vonir við að nýr forstjóri bregðist við en ljóst sé að ÁTVR græði milljónir á þessu framferði og neytendur verði af fjölbreyttara úrvali.

Innlent
Fréttamynd

Mat­vöru­verslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með

Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að uppfæra ekki fríverslunarsamning við Ísrael hefur lítil sem engin áhrif á stærstu matvöruverslanir landsins. Forsvarsmenn lyfjafyrirtækisins Teva á Íslandi fylgjast hins vegar grannt með málinu. Talskona sniðgönguhreyfingarinnar BDS á Íslandi segir ekki nógu langt gengið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Er þetta allt sem Ís­land getur gert?“

Yfirlýsing utanríkisráðherra um að fríverslunarsamningur við Ísrael verði ekki uppfærður er sýndaraðgerð, að mati talskonu sniðgönguhreyfingarinnar BDS á Íslandi. Hún segir ekki nógu langt gengið, íslensk stjórnvöld gætu haft raunveruleg áhrif til að stöðva árásir Ísraela á Gasa, lágmark væri að rifta samningnum.

Innlent
Fréttamynd

Sól­ey og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni

Það ríkti sannkölluð síðsumarstemning í verslun Kormáks & Skjaldar á Laugaveginum á dögunum þegar ný herralína frá Sóley Organics var kynnt til leiks. Fjölmargir lögðu leið sína í miðborgina og skáluðu fyrir samstarfinu í blíðskaparveðri.

Lífið
Fréttamynd

Ný verslun nærri þúsund fer­metrum stærri en sú gamla

Krónan opnar nýja matvöruverslun í dag, laugardag, í nýju verslunarhúsnæði við Fitjabraut 5 í Reykjanesbæ. Hin nýja verslun tekur við af minni verslun Krónunnar Fitjum sem lokaði fyrr í vikunni eftir að hafa þjónustað íbúa Suðurnesja í tíu ár. Í tilkynningu frá Krónunni kemur fram að rýmið er rúmir 2.400 fermetrar að stærð og er á meðal stærstu verslunum Krónunnar, auk þess sem hún er ein stærsta matvöruverslun á Suðurnesjum.

Neytendur
Fréttamynd

Verð­munur getur verið allt að 28 prósent

Verslunin Prís í Kópavogi hefur verið ódýrust í samanburði verðlagseftirlits ASÍ frá opnunardegi verslunarinnar í ágúst í fyrra og verið vel undir verði annarra verslana allan þann tíma. Sem stendur er Prís um 6% ódýrara en Bónus og Krónan að meðaltali og 10% ódýrara en Nettó. Sælgæti frá Nóa Siríus heldur áfram að hækka í verði og áhugavert er að sjá lækkun á vöruverði hjá Krónunni við komu Prís á markaðinn.

Neytendur
Fréttamynd

Valdi hættur að spila í neðri deildunum

Viðskiptavinir í Geisladiskabúð Valda þurfa ekki lengur að draga inn magann og halda niðri í sér andanum þegar þeir mætast í búðinni. Flutningar eru á næsta leiti í sögufrægt húsnæði þar sem verður nóg pláss til að vafra um.

Lífið
Fréttamynd

Klíndu límmiðum á Orms­son sem versla ekki einu sinni við Rapyd

Starfsmönnum í raftækjaversluninni Ormsson brá heldur í brún þegar þeir mættu í vinnuna í morgun þar sem aðgerðarsinnar höfðu klínt límmiðum á inngang verslunarinnar sem á stóð „Rapyd styður þjóðarmorð“. Ormsson er ekki einu sinni í viðskiptum við Rapyd, að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins, sem eru ekki sáttir við óverknaðinn og segja það hafa verið mjög erfitt að fjarlægja „óþverra límmiðana“.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í verslunar­hús­næði á Lauga­vegi

Tilkynnt var um eld sem komið hafði upp í verslunarhúsnæði á horni Laugavegs og Ingólfsstrætis á tólfta tímanum í dag. Um var ræða minniháttar eld og hann hefur þegar verið slökktur.

Innlent