Innlent

Fréttamynd

Olíugjaldið eykur kostnað

Fyrirtæki í fólks- og vöruflutningum búast flest við að breytingar á innheimtu skatta af dísilolíu muni auka rekstrarkostnað þeirra. Reynt verður að hagræða en hækkanir á gjaldskrá eru þó í einhverjum tilvikum óumflýjanlegar.

Innlent
Fréttamynd

Glannaskapur í rekstri FL Group

Glannaskapur í rekstri fyrirtækisins er ástæða þess að þrír stjórnarmenn FL Group sögðu sig úr stjórninni í gær. Deilt hefur verið um hvernig haga skuli rekstrinum en hluthafafundur hefur verið boðaður þann 9. júlí næstkomandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gill fékk 2 mánuði skilorðsbundið

Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm um hádegisbil í máli ákæruvaldsins gegn Paul Gill sem, ásamt tveimur Íslendingum, var ákærður fyrir að sletta grænu skyri á ráðstefnugesti á Nordica-hóteli. Gill var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi en skaðabótakröfu Flugleiðahótela upp á rúmar tvær milljónir króna var vísað frá.

Innlent
Fréttamynd

Missti bílinn út af og slasaðist

Kona slasaðist, en þó ekki alvarlega, þegar hún missti hægra hjól bíls síns út af bundnu slitlagi á Vesturlandsvegi í grennd við Langá á Mýrum í gærkvöld. Konan reyndi að snöggbeygja inn á veginn aftur en við það missti hún stjórn á bílnum sem reif sig upp á veginn og fór öfugu megin út af. 

Innlent
Fréttamynd

Flytja lax upp fyrir Elliðavatn

Til stendur að flytja 20 hrygningarpör úr Elliðaám upp fyrir Elliðavatn í Suðurá og Hólmsá. Ástæðan er sú að sífellt hrygna færri laxar á þessum slóðum og þykir fiskifræðingum það áhyggjuefni.

Innlent
Fréttamynd

Réttindi samkynhneigðra

Össur Skarphéðinsson vill að á næsta þingi verði lögum breytt til að leyfa frumættleiðingar samkynhneigðra og kirkjuvígslu á hjónaböndum þeirra. Þetta sagði Össur í pistil á síðu sinni, Ossur.hexia.net. "Ég er þeirrar skoðunar að það sé gróf mismunun gagnvart samkynhneigðum að þeir fái ekki að helga hjónaband sitt frammi fyrir guði ef að þeir eru trúaðir og óska þess," sagði Össur í samtali við Fréttablaðið.

Innlent
Fréttamynd

Braut glas framan í öðrum

Aðalmeðferð í máli 23 ára Keflvíkings sem ákærður er fyrir fjölda afbrota fór fram í Héraðsdómi Reykjaness fyrir helgi. Maðurinn stal farsímum, veskjum, misnotaði greiðslukort sem hann stal, braust inn í bíla, veitingastað og söluturn, var gripinn með eiturlyf og braut glas framan í öðrum manni.

Innlent
Fréttamynd

Gæsluvarðhald vegna fíkniefna

Rúmlega fertugur maður í Reykjavík hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald, eftir að talsvert magn af fíkniefnum fannst heima hjá honum við húsleit.

Innlent
Fréttamynd

Færri komust að en vildu

Fjörutíu nemendur, sem allir fengu mjög góða meðaleinkunn í 9. bekk í vor, sóttu um að komast á nýja almenna bóknámsbraut við Menntaskólann á Akureyri og sleppa þar með við að sitja 10. bekk næsta vetur. 18 komust að.

Innlent
Fréttamynd

Miðlæg bólusetningarskrá

Miðlæg bólusetningarskrá er það sem koma skal, nái tillögur stýrihóps á vegum sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra fram að ganga. 

Innlent
Fréttamynd

Uppnám vegna heimsóknar

Uppnám ríkir í viðskiptalífinu og innan utanríkisþjónustunnar vegna hótana kínverskra yfirvalda. Þau eru ævareið vegna komu taívanskrar sendinefndar hingað til lands og hóta aðgerðum.Sendinefnd með sjálfum utanríkisráðherra Taívans kom hingað til lands síðdegis og hóf þar með óformlega heimsókn sem valdið hefur töluverðu uppnámi.

Innlent
Fréttamynd

Íþróttafélög semja við borgina

Sextán íþróttafélög skrifuðu undir samstarfssamninga við Reykjavíkurborg, Íþrótta og tómstundarráð, og Íþróttabandalag Reykjavíkur um stuðning við félögin og er heildarfjárhæð samningsins 4,4 milljarðar króna.

Innlent
Fréttamynd

Heimsókn Taívana ergir Kínverja

Kínverjar eru æfir vegna komu utanríkisráðherra Taívans hingað til lands í dag og hafa í hótunum. Kínverska sendiráðið leitar allra leiða til að koma í veg fyrir heimsóknina. Sendinefnd frá Taívan með utanríkisráðherrann Dr. Tan Sun Chen í broddi fylkingar er væntanleg hingað til lands í dag.

Innlent
Fréttamynd

Fimm prósent neyta eiturlyfja

Eiturlyfjaneytendur voru um tvö hundruð milljónir á síðasta ári. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um eiturlyfjaneyslu í heiminum, þar sem teknar voru saman tölur frá árunum 2003 og 2004. Það eru fimm prósent jarðarbúa ef miðað er við aldursbilið 15 til 64 ára. Fjölgun neytenda var um fimmtán milljónir milli ára og segja skýrsluhöfundar enga von um að hún verði minni á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Vinstri grænir tvístígandi

Tryggvi Friðjónsson fulltrúi vinstri grænna í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur studdi ákvörðun um að Orkuveita Reykjavíkur seldi Alcan helming raforku sem þarf til að stækka álverið í Straumsvík. Margir vinstri grænir eru þó tvístígandi.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglumenn sekta sem aldrei fyrr

Lögreglumenn um allt land biðu ekki boðana í gær, eftir að skrifað hafði verið undir samning Ríkislögreglustjóra og Umferðarstofu um stórhert eftirlit á þjóðvegunum næstu þrjá mánuðina, og stöðvuðu og sektuðu tugi ökumanna.

Innlent
Fréttamynd

Íslensk hryssa dvelur með kengúrum

Hryssa af íslenskum ættum, Dana, eyðir nú dögunum í félagsskap kengúruhóps í Ástralíu. Í haganum hjá henni eru líka tvö önnur hross, einnig af íslenskum uppruna.

Innlent
Fréttamynd

SÍF selur hlutabréf

SÍF hagnaðist um fjögur hundruð og þrjátíu milljónir króna þegar félagið seldi í dag hlutabréf í gamla keppinautnum SH sem nú kallast Icelandic Group. Þetta eru hlutabréf sem félagið fékk við sameiningu Sjóvíkur og SH.

Innlent
Fréttamynd

Ker vill niðurfellingu sekta

Þingfest var í Héraðsdómi Reyjavíkur í gær kæra eignarhaldsfélagsins Kers, sem á Olíufélagið Essó, á hendur ríkinu og samkeppnisyfirvöldum til að fá ógiltan fyrri úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála frá því í janúar um samráð olíufélaganna.

Innlent
Fréttamynd

Lokað á Sirkus

Síðdegis á mánudag, þremur dögum eftir að hafið var að senda sjónvarpsstöðina Sirkus út á merki PoppTíví, var lokað á útsendingar Sirkus á breiðbandi Símans.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei meira af fíkniefnum

Tveir erlendir farþegar voru handteknir í gær eftir að fjögur kíló af hvítu efni sem annað hvort mun vera amfetamín eða kókaín fundust í bifreið í Norrænu í gærmorgun. Það voru fíkniefnahundar lögreglunnar sem þefuðu efnin uppi en þau fundust í hólfi aftarlega í bifreiðinni skömmu eftir að hundarnir komu lögreglumönnum á sporið.

Innlent
Fréttamynd

Útsölur fara hægt af stað

Sumarútsölur hafa víða hafist fyrr en venja er til og telja kaupmenn að það útskýri að einhverju leyti hversu hægt þær fara af stað. Algengt er að afslættir þessa fyrstu daga séu frá 30 til 50 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Tugir látast úr blóðeitrun árlega

Blóðeitrun, öðru nafni sýklasótt, er stóralvarlegt og vaxandi vandamál hér á landi, sem og á öðrum vesturlöndum. Talið er að 50 - 60 manns látist árlega hér á landi af völdum þessa skæða sjúkdóms.

Innlent
Fréttamynd

Að óbreyttu skerðist lífeyririnn

Lífeyrissjóður bankamanna er óstarfhæfur og dauðadæmdur fáist bakábyrgð Landsbankans ekki viðurkennd. Að óbreyttu þarf að grípa til skerðingar lífeyrisréttinda þegar um næstu áramót verði ekkert að gert.

Innlent
Fréttamynd

Maersk Air komið í eigu Íslendinga

Danska flugfélagið Maersk Air er komið í eigu Íslendinga. Danskir fjölmiðlar greina frá því að eignarhaldsfélagið Fons, sem á meðal annars Iceland Express og danska flugfélagið Sterling, hafi keypt Maersk Air af A.P. Möller.

Innlent
Fréttamynd

Yfirtökunefnd tekur til starfa

Yfirtökunefnd sem fjallar um yfirtökuskyldu á hlutabréfamarkaði tekur til starfa á morgun. Markmiðið er að vernda betur minnihluta og hinn almenna fjárfesti í hlutafélögum og greiða úr álitaefnum sem snerta yfirtökur.

Innlent
Fréttamynd

Halldór vísar á Ríkisendurskoðun

Forsætisráðherra hefur ekkert að segja um pantað lögfræðiálit stjórnarandstöðunnar, eins og það er orðað. Hann vísar á Ríkisendurskoðun sem sé sjálfstæð eftirlitsstofnun Alþingis. Lögfræðingar sem unnu nýtt álit fyrir stjórnarandstöðuna segja að ráðherrann hafi verið starfsmaður ráðherranefndar um einkavæðingu í skilningi stjórnsýslulaga og hefði því átt að vekja athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu.

Innlent
Fréttamynd

Maersk Air í eigu Íslendinga

Danska flugfélagið Maersk Air er komið í eigu Íslendinga. Um leið er orðið til fjórða stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu. Það var eignarhaldsfélagið Fons, sem á meðal annars Iceland Express og danska flugfélagið Sterling, sem keypti Maersk Air af A.P. Möller.

Innlent