Innlent

Færri komust að en vildu

Fjörutíu nemendur, sem allir fengu mjög góða meðaleinkunn í 9. bekk í vor, sóttu um að komast á nýja almenna bóknámsbraut við Menntaskólann á Akureyri og sleppa þar með við að sitja 10. bekk næsta vetur. Menntamálaráðuneytið veitti MA einum skóla heimild í tilraunaskyni til að taka við 15 nemendum beint úr 9. bekk en Jón Már Héðinsson, skólameistari MA, segir að svo mjótt hafi verið á munum í einkunnum nemendanna að niðurstaðan hafi verið að taka 18 nemendur til náms að hausti. "Ríflega helmingur nemendanna sem teknir voru inn koma frá Akureyri en aðrir víða af landinu. Því miður þurftum við að vísa mörgum afbragðsnemendum frá og í rauninni sorglegt að geta ekki tekið inn tvo hópa," segir Jón Már. Að ári verða teknir inn tveir hópar á nýju almennu bóknámsbrautina við MA. Annar hópurinn verður skipaður yfirburðanemendum en hinn nemendum 10. bekkjar sem ekki ná að uppfylla lágmarks inntökuskilyrði á bóknámsbrautir í menntaskóla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×