Innlent

Fréttamynd

Karfaveiði ekki lélegri í mörg ár

Úthafskarfavertíðin á Reykjaneshrygg er einhver sú lélegasta um margra ára skeið og hefur afli á togtíma verið minni en menn þekkja til. Það á bæði við um íslensku og erlendu togarana. Ljóst er að tap hefði orðið af veiðunum ef afurðaverðið hefði ekki rokið upp úr öllu valdi og væri allt að 80 prósentum hærra en á vertíðinni í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Kona enn þungt haldin eftir slys

Þjóðvegurinn við Hallormsstaðarskóg var lokaður alveg fram undir miðnætti vegna umferðarslyssins sem varð þar síðdegis í gær þar sem tveir menn fórust. Kona, sem ók fólksbílnum sem þeir voru í, liggur enn þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans. Hún gekkst undir aðgerð í nótt og aftur nú laust fyrir hádegi.

Innlent
Fréttamynd

Gagnrýna byggðaáætlun

"Fá bæjarfélög hafa á undanförnum árum orðið fyrir öðrum eins áföllum í atvinnulífinu og við," segir Rúnar Gíslason, forseti bæjarstjórnar Stykkishólms. "Þrátt fyrir það höfum við nær enga aðstoð fengið frá Byggðastofnun."

Innlent
Fréttamynd

Safna fé fyrir þurfandi í Níger

Skrifstofa SOS-barnaþorpanna hefur hafið söfnun hér á landi til bjargar þeim íbúum Afríkuríkisins Níger sem þjást vegna hungursneyðar. Talið er að allt að tveir þriðju hlutar þjóðarinnar eigi um sárt að binda vegna hungursneyðarinnar, en hana má fyrst og fremst rekja til uppskerubrests í síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

Tékknesku forsetahjónin í heimsókn

Forseti Tékklands, Václav Klaus, og frú Livia Klausová, eiginkona hans, munu koma hingað til lands í opinbera heimsókn þann 21. ágúst næstkomandi í boði forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Auk forsetans verða utanríkisráðherra Tékklands og nokkrir embættismenn með í för.

Innlent
Fréttamynd

Pallbíll á kaf í Jökulsá

Lítll pallbíll á vegum Slippstöðvarinnar á Akureyri fór út af veginum við Jökulsá við Kárahnjúka skömmu eftir hádegið með þeim afleiðingum að hann stakkst á bólakaf í ána. Mikið mildi þykir að ekki fór verr en raun bar vitni þar sem fjórir voru í bílnum þegar atburðurinn átti sér stað. Fólkið komst út úr bílnum af eigin rammleik og þaðan í land.

Innlent
Fréttamynd

Atkvæðagreiðsla um samninga kærð

Framkvæmd atkvæðagreiðslu um kjarasamning sjómanna hefur verið kærð til félagsmálaráðuneytisins. Kærandi telur að um tvöfalt brot á vinnulöggjöfinni sé að ræða. Atkvæðagreiðslan sé því ógild og efna þurfi til nýrra kosninga. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Reykjavík er fjórða dýrasta borgin

Tókýó er enn á toppnum yfir dýrustu borgir heims en Reykjavík er á hraðri leið upp listann. Reykjavík er fjórða dýrasta borg heims samkvæmt útreikningum Economist Intelligence Unit, fjórum sætum ofar en fyrir ári.

Erlent
Fréttamynd

Funda aftur á morgun

Fulltrúum flokkanna, sem standa að R- listanum, tókst ekki að ná samkomulagi um sameiginlegt framboð á fundi sem stóð með hléum fram á nótt en ekki slitnaði þó upp úr viðræðunum því nýr fundur verður á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Segja gróflega vegið að dýralæknum

Dýralæknafélag Íslands mótmælir því harðlega að ekki hafi verið ráðinn dýralæknir í starf forstjóra nýrrar Landbúnaðarstofnunar. Einnig tekur félagið undir gagnrýni starfsmanna embættis yfirdýralæknis á staðsetningu stofnunarinnar á Selfossi. Forystumenn félagsins segja að Jón Gíslason hafi jaðarmenntun með tilliti til starfssviðs stofnunarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Bíða eftir búnaði vegna boltans

Ný sjónvarpsstöð, Enski boltinn, fer í loftið nú á föstudaginn og enn bíður fjöldi manns eftir að fá þar til gerðan búnað afgreiddan hjá Símanum til að geta séð stöðina þrátt fyrir að hafa pantað áskrift fyrir talsverðum tíma. Síminn vonast til að allir sem pantað hafi þjónustuna verði komnir með aðgang að stöðinni fyrir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Veiðar ekki inni á skoðunarsvæði

Vísindaveiðar á hval eiga ekki að ná inn á svæði hvalaskoðunarskipanna að sögn Hafrannsóknastofnunar. Ekki er útilokað að hvalhræið sem fannst á dögunum sé tilkomið vegna veiðanna en þó mælir margt gegn því.

Innlent
Fréttamynd

Ósamstaða hafi skaðað R-listann

Ósamstaða flokkanna sem standa að R-listanum hefur skaðað listann að mati Stefáns Jóns Hafsteins, borgarfulltrúa. Hann vill að fundur viðræðunefndar um áframhaldandi samstarf R listans á morgun verði sá síðasti.

Innlent
Fréttamynd

Stórtjón í bruna á bæ í Dýrafirði

Stórtjón varð þegar eldur kom upp í nýlegri vélageymslu að bænum Hólum í Dýrafirði á sjöunda tímanum í gærkvöld. Engan sakaði í eldinum. Mikill eldur logaði í skemmunni þegar slökkviliðið á Þingeyri kom á vettvang og tókst ekki að bjarga nema einni dráttarvél út úr eldinum en þrjár brunnu inni.

Innlent
Fréttamynd

Skorar á Bílddæling að gera upp

"Þeir eiga eftir að gera upp við okkur starfsfólkið fjórar vikur, reyndar var slumpað inn á reikningana sem átti að vera tveggja vikna laun en hinar tvær vikurnar eru með öllu óuppgerðar," segir Sólrún Aradóttir fyrrum starfsmaður Bílddælings útgerðarfyrirtækisins á Bíldudal sem lagði niður starfsemi sína í síðasta mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Hótel Óðinsvé og Brauðbær seld

Einkahlutafélagið Þórstorg hefur keypt Hótel Óðinsvé og Brauðbæ af Bjarna Árnasyni, oft kenndum við Brauðbæ, og Þóru Bjarnadóttur. Þórstorg er í eigu Lindu Jóhannsdóttur, Ellerts Finnbogasonar, félags í eigu Birgis Sigfússonar, Jóhanns Gunnarssonar og fjárfestingafélagsins Gamma ehf og mun Ellert taka við starfi hótelstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Lá við stórslysi í eldsvoða

Litlu munaði að stórslys yrði þegar verið var að slökkva eld sem upp kom í dráttarvél á bænum Hólum í Dýrafirði í fyrradag.

Innlent
Fréttamynd

Bílddælingar dæla kalkþörungi

Sanddæluskipið Perla kom drekkhlaðið af kalkþörungi í gærkvöld að Bíldudalshöfn en fyrirhugað er að kalkþörungarverksmiðja hefji starfsemi sína í bænum á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Ásgeir í prófkjörsslag

Ásgeir Magnússon, framkvæmdastjóri Skrifstofu atvinnulífsins á Akureyri og fyrrum bæjarstjóri í Neskaupstað, hefur tilkynnt að hann hyggist bjóða sig fram í lokuðu prófkjöri Samfylkingarinnar á Akureyri vegna sveitarstjórnarkosninganna á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Árni hæstur - Ingibjörg lægst

Upplýsingar um hæð síðustu borgarstjóra eru varðveittar í Fjölskyldugarðinum í Laugardal. Árni Sigfússon er borgarstjóra hæstur en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lægst. Samkvæmt því er hæð ekki ávísun á langlífi í borgarstjóraembætti. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Fær hátt í 20 milljónir frá KEA

Kaupfélag Eyfirðinga greiðir Andra Teitssyni, fyrrum framkvæmdastjóra KEA, hátt í tuttugu milljónir króna vegna starfsloka hans hjá félaginu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Mánaðarlaun hans voru um 1,2 milljónir króna þegar hann sagði starfi sínu lausu í síðustu viku.

Innlent
Fréttamynd

Varað við merkjablysum

Landhelgisgæslan hefur fengið tilkynningar um merkjablys víða á Snæfellsnesi og Reykjanesi. Blysin eru mikið notuð af herjum og björgunaraðilum til sjós og innihalda fosfór, sem brennur hratt og gefur frá sér eitraðan reyk. Bruni getur hafist með sjálfsíkveikju, jafnvel þótt um notað blys sé að ræða. 

Innlent
Fréttamynd

Öryggissjónarmið ráði banni

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að einungis öryggissjónarmið ráði því að synjað sé um leyfi til þess að flytja inn nautakjöt frá Argentínu þrátt fyrir að yfirdýralæknir hafi gefið á það grænt ljós.

Innlent
Fréttamynd

Meðbyr í baráttu samkynhneigðra

"Það þurfa að vera mjög sterk rök sem mæla með því að skrefið verði ekki stígið til fulls og ég tel að allar þær rannsóknir sem gerðar hafi verið bendi til þess að þau rök séu ekki til," segir Bjarni Benediktsson formaður allsherjarnefndar um hvort samkynhneigðir ættu að njóta réttinda til hjónavígslu og ættleiðinga á við gagnkynhneigða.

Innlent
Fréttamynd

Lítil útvarpsstöð með stórt hjarta

XA radíó er útvarpsstöð sem varpar út boðskap 12 spora kerfisins. Hún hefur verið starfrækt í nær tvö og hálft ár og reynst mörgum vel í baráttunni við sjúkdóm sinn. XA radíó næst á 88,5 á fm skalanum. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Enski boltinn í loftið á föstudag

Enski boltinn ætlar að sýna að minnsta kosti 340 leiki beint á keppnistímabilinu og geta áhorfendur valið á milli allt að fimm leikja samtímis um helgar. Stöðin fer í loftið föstudaginn 12. ágúst en keppnistímabilið hefst nú um helgina. Eingöngu verða sýndir enskir leikir eða þættir sem fjalla um þá.

Innlent
Fréttamynd

Styður Menningarnótt næstu þrjú ár

Landsbankinn er orðinn máttarstólpi Menningarnætur en bankinn ætlar að styrkja næstu þrjá viðburði um 7 milljónir króna og var samningur þess efnis undirritaður í dag á tilfinningatorginu í miðbæ Reykjavíkur. Ekkert skorti á tilfinningarnar á milli borgarstjóra og formanns bankaráðs Landsbankans.

Innlent
Fréttamynd

R-listasamstarf hangir á bláþræði

Samstarf R-lista flokkanna hangir á bláþræði. Viðræðunefnd flokkanna hefur setið á fundi í miðbænum síðan klukkan 5. Svartsýni ríkir um áframhaldandi samstarf.

Innlent
Fréttamynd

Trúnaðarbrot ástæða brotthvarfs?

Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður KEA segir nú að brotthvarf framkvæmdastjóra KEA standi ekki í sambandi við að hann hafi viljað fara í langt fæðingarorlof, heldur sé um að ræða trúnaðarbrot hans á öðrum vettvangi.

Innlent