Innlent

10 þús. kvarta til Neytendasamtaka

MYND/Hilmar Þór
Tæplega 10 þúsund kvartanir bárust Neytendasamtökunum á síðasta ári. Flestir kvarta vegna bifreiða, fasteigna eða tölvubúnaðar. Í ársskýrslu Neytendasamtakanna fyrir síðasta ár kemur fram að samtökunum bárust alls 9967 erindi og kvartanir á síðasta ári. Þar af svaraði Leiðbeiningar- og kvörtunarþjónustuna tæplega 7000. Flestar kvartanirnar bárust vegna bifreiða, fasteigna og tölvubúnaðar eða meira en 350 fyrirspurnir í hverjum málaflokki. Einnig barst mikill fjöldi fyrirspurna vegna inneignarnóta, skilaréttar og raftækja. Í málum sem þessum hefur starfsfólk Neytendasamtakana milligöngu milli neytenda og seljenda í því skyni að ná fram réttri og sanngjarnri lausn. Ef þannig ber undir fylgir starfsfólk Neytendasamtakana málum eftir til stjórnvalda eða dómsstóla ef þess er þörf. Á síðasta ári kostaði leiðbeininga- og kvörtunarþjónusta Neytendasamtakana tæplega 30 milljónir en af þeim fjármunum koma um 10 milljónir frá hinu opinbera. Afganginn, um 20 milljónir króna, þurfa Neytendasamtökin að afla sér með ársgjöldum félagsmanna og öðrum leiðum. Leiðbeininga- og kvörtunarþjónusta Neytendasamtakana á einnig aðild að sex úrskurðarnefndum og komu tæplega 300 slík mál fyrir nefndirnar á síðasta ári. Flest málin komu fyrir úrskurðarnefnd í vátryggingarmálum, eða 258.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×