Lítil útvarpsstöð með stórt hjarta 9. ágúst 2005 00:01 Það var með XA radíó eins og svo margt annað í veröldinni að hugmyndin kviknaði í kolli eins manns og þótti slæm í fyrstu. Hann lét þó ekki deigan síga heldur efldist við andstreymið og tveimur vikum síðar var stöðin komin af stað. Þegar ljóst var að hugmyndin var ekki slæm heldur þvert á móti góð komu aðrir til hjálpar og síðan hefur tæpur tugur manna komið beint að starfseminni og annar tugur veitt aðstoð. "Margir hafa látið vita að þeir hlusti og líki efnið vel," segir einn þeirra er kemur að starfseminni. Hann bætir raunar við að mörgum þykji skorta á að efnið sé endurnýjað en endurtekningar eru tíðar á stöðinni. Dagskrá XA radíó samanstendur af ræðum fyrirlesara frá Bandaríkjunum og upplestri úr AA bókunum. Efninu er ætlað að höfða til allra sem lifa eftir 12 spora kerfinu, ekki bara þeirra sem glíma við alkóhólisma. Ræðurnar eru fluttar á ensku og þurfti sérstakt leyfi Útvarpsréttarnefndar til að fá að útvarpa þeim því gert er ráð fyrir að efni á íslenskum útvarpsstöðvum sé á íslensku. Umfang XA radíó er smátt í sniðum. Efni er hlaðið niður í tölvu í miðborg Reykjavíkur og því veitt í aðra tölvu sem staðsett í Breiðholti. Þaðan er það sent í sendinn á Vatnsendahæð sem svo varpar því í viðtækin. Útsendingarnar nást á höfuðborgarsvæðinu, vestur á Snæfellsnes og suður á Reykjanes. Vonir standa til að hægt verði að stækka útsendingarsvæðið og er helst horft til Akureyrar og nágrenis í þeim efnum.XA radíó er rekið með hliðstæðum hætti og AA deildir. Peningum er einvörðungu aflað til rekstursins sjálfs, enginn afgangur á að verða - enginn hagnaður. Um eitt hundrað félagar leggja rekstrinum til peninga mánaðarlega og nema framlögin frá 200 og upp í 2000 krónur. XA radíó er ekki einasta einstök útvarpsstöð á Íslandi því hún á sér ekki fyrirmynd í heiminum. Hún gæti hins vegar orðið fyrirmynd sambærilegrar útvarpsstöðvar í Danmörku þar sem íslenskir eldhugar hafa í hyggju að koma slíkri stöð á fót - alkóhólistum og öðru 12 spora fólki til hagsbóta. Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Það var með XA radíó eins og svo margt annað í veröldinni að hugmyndin kviknaði í kolli eins manns og þótti slæm í fyrstu. Hann lét þó ekki deigan síga heldur efldist við andstreymið og tveimur vikum síðar var stöðin komin af stað. Þegar ljóst var að hugmyndin var ekki slæm heldur þvert á móti góð komu aðrir til hjálpar og síðan hefur tæpur tugur manna komið beint að starfseminni og annar tugur veitt aðstoð. "Margir hafa látið vita að þeir hlusti og líki efnið vel," segir einn þeirra er kemur að starfseminni. Hann bætir raunar við að mörgum þykji skorta á að efnið sé endurnýjað en endurtekningar eru tíðar á stöðinni. Dagskrá XA radíó samanstendur af ræðum fyrirlesara frá Bandaríkjunum og upplestri úr AA bókunum. Efninu er ætlað að höfða til allra sem lifa eftir 12 spora kerfinu, ekki bara þeirra sem glíma við alkóhólisma. Ræðurnar eru fluttar á ensku og þurfti sérstakt leyfi Útvarpsréttarnefndar til að fá að útvarpa þeim því gert er ráð fyrir að efni á íslenskum útvarpsstöðvum sé á íslensku. Umfang XA radíó er smátt í sniðum. Efni er hlaðið niður í tölvu í miðborg Reykjavíkur og því veitt í aðra tölvu sem staðsett í Breiðholti. Þaðan er það sent í sendinn á Vatnsendahæð sem svo varpar því í viðtækin. Útsendingarnar nást á höfuðborgarsvæðinu, vestur á Snæfellsnes og suður á Reykjanes. Vonir standa til að hægt verði að stækka útsendingarsvæðið og er helst horft til Akureyrar og nágrenis í þeim efnum.XA radíó er rekið með hliðstæðum hætti og AA deildir. Peningum er einvörðungu aflað til rekstursins sjálfs, enginn afgangur á að verða - enginn hagnaður. Um eitt hundrað félagar leggja rekstrinum til peninga mánaðarlega og nema framlögin frá 200 og upp í 2000 krónur. XA radíó er ekki einasta einstök útvarpsstöð á Íslandi því hún á sér ekki fyrirmynd í heiminum. Hún gæti hins vegar orðið fyrirmynd sambærilegrar útvarpsstöðvar í Danmörku þar sem íslenskir eldhugar hafa í hyggju að koma slíkri stöð á fót - alkóhólistum og öðru 12 spora fólki til hagsbóta.
Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent