Lítil útvarpsstöð með stórt hjarta 9. ágúst 2005 00:01 Það var með XA radíó eins og svo margt annað í veröldinni að hugmyndin kviknaði í kolli eins manns og þótti slæm í fyrstu. Hann lét þó ekki deigan síga heldur efldist við andstreymið og tveimur vikum síðar var stöðin komin af stað. Þegar ljóst var að hugmyndin var ekki slæm heldur þvert á móti góð komu aðrir til hjálpar og síðan hefur tæpur tugur manna komið beint að starfseminni og annar tugur veitt aðstoð. "Margir hafa látið vita að þeir hlusti og líki efnið vel," segir einn þeirra er kemur að starfseminni. Hann bætir raunar við að mörgum þykji skorta á að efnið sé endurnýjað en endurtekningar eru tíðar á stöðinni. Dagskrá XA radíó samanstendur af ræðum fyrirlesara frá Bandaríkjunum og upplestri úr AA bókunum. Efninu er ætlað að höfða til allra sem lifa eftir 12 spora kerfinu, ekki bara þeirra sem glíma við alkóhólisma. Ræðurnar eru fluttar á ensku og þurfti sérstakt leyfi Útvarpsréttarnefndar til að fá að útvarpa þeim því gert er ráð fyrir að efni á íslenskum útvarpsstöðvum sé á íslensku. Umfang XA radíó er smátt í sniðum. Efni er hlaðið niður í tölvu í miðborg Reykjavíkur og því veitt í aðra tölvu sem staðsett í Breiðholti. Þaðan er það sent í sendinn á Vatnsendahæð sem svo varpar því í viðtækin. Útsendingarnar nást á höfuðborgarsvæðinu, vestur á Snæfellsnes og suður á Reykjanes. Vonir standa til að hægt verði að stækka útsendingarsvæðið og er helst horft til Akureyrar og nágrenis í þeim efnum.XA radíó er rekið með hliðstæðum hætti og AA deildir. Peningum er einvörðungu aflað til rekstursins sjálfs, enginn afgangur á að verða - enginn hagnaður. Um eitt hundrað félagar leggja rekstrinum til peninga mánaðarlega og nema framlögin frá 200 og upp í 2000 krónur. XA radíó er ekki einasta einstök útvarpsstöð á Íslandi því hún á sér ekki fyrirmynd í heiminum. Hún gæti hins vegar orðið fyrirmynd sambærilegrar útvarpsstöðvar í Danmörku þar sem íslenskir eldhugar hafa í hyggju að koma slíkri stöð á fót - alkóhólistum og öðru 12 spora fólki til hagsbóta. Fréttir Innlent Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira
Það var með XA radíó eins og svo margt annað í veröldinni að hugmyndin kviknaði í kolli eins manns og þótti slæm í fyrstu. Hann lét þó ekki deigan síga heldur efldist við andstreymið og tveimur vikum síðar var stöðin komin af stað. Þegar ljóst var að hugmyndin var ekki slæm heldur þvert á móti góð komu aðrir til hjálpar og síðan hefur tæpur tugur manna komið beint að starfseminni og annar tugur veitt aðstoð. "Margir hafa látið vita að þeir hlusti og líki efnið vel," segir einn þeirra er kemur að starfseminni. Hann bætir raunar við að mörgum þykji skorta á að efnið sé endurnýjað en endurtekningar eru tíðar á stöðinni. Dagskrá XA radíó samanstendur af ræðum fyrirlesara frá Bandaríkjunum og upplestri úr AA bókunum. Efninu er ætlað að höfða til allra sem lifa eftir 12 spora kerfinu, ekki bara þeirra sem glíma við alkóhólisma. Ræðurnar eru fluttar á ensku og þurfti sérstakt leyfi Útvarpsréttarnefndar til að fá að útvarpa þeim því gert er ráð fyrir að efni á íslenskum útvarpsstöðvum sé á íslensku. Umfang XA radíó er smátt í sniðum. Efni er hlaðið niður í tölvu í miðborg Reykjavíkur og því veitt í aðra tölvu sem staðsett í Breiðholti. Þaðan er það sent í sendinn á Vatnsendahæð sem svo varpar því í viðtækin. Útsendingarnar nást á höfuðborgarsvæðinu, vestur á Snæfellsnes og suður á Reykjanes. Vonir standa til að hægt verði að stækka útsendingarsvæðið og er helst horft til Akureyrar og nágrenis í þeim efnum.XA radíó er rekið með hliðstæðum hætti og AA deildir. Peningum er einvörðungu aflað til rekstursins sjálfs, enginn afgangur á að verða - enginn hagnaður. Um eitt hundrað félagar leggja rekstrinum til peninga mánaðarlega og nema framlögin frá 200 og upp í 2000 krónur. XA radíó er ekki einasta einstök útvarpsstöð á Íslandi því hún á sér ekki fyrirmynd í heiminum. Hún gæti hins vegar orðið fyrirmynd sambærilegrar útvarpsstöðvar í Danmörku þar sem íslenskir eldhugar hafa í hyggju að koma slíkri stöð á fót - alkóhólistum og öðru 12 spora fólki til hagsbóta.
Fréttir Innlent Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira