Innlent

Karfaveiði ekki lélegri í mörg ár

Úthafskarfavertíðin á Reykjaneshrygg er einhver sú lélegasta um margra ára skeið og hefur afli á togtíma verið minni en menn þekkja til. Það á bæði við um íslensku og erlendu togarana. Ljóst er að tap hefði orðið af veiðunum ef afurðaverðið hefði ekki rokið upp úr öllu valdi og væri allt að 80 prósentum hærra en á vertíðinni í fyrra. Togarar HB Granda hafa veitt rösklega helming af öllum afla íslensku togaranna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×