Innlent

Fréttamynd

Rafmagnslaust í Vesturbænum

Hluti íbúa og fyrirtækja í Vesturbæ Reykjavíkur voru án rafmagns í um klukkustund laust eftir klukkan átta í gærmorgun sökum þess að háspennustrengur fór í sundur.

Innlent
Fréttamynd

Hraðakstur á Selfossi

Níu ökumenn voru teknir fyrir ofhraðan akstur í nótt á Selfossi, þar af voru tveir innanbæjar. Sá hraðskreiðasti ók á 123 kílómetra hraða á kafla þar sem keyra mátti mest á 90 en innanbæjar ók sá hraðskreiðasti á 77 kílómetra hraða á klukkustund þar sem leyfilegur hraði er  50 kílómetrar á klukkustund.

Innlent
Fréttamynd

Níu mínútur frá útkalli að björgun

Ung kona liggur á gjörgæsludæld Landspítalans með reykeitrun og alvarleg brunasár eftir eldsvoða í Hlíðunum í morgun. Blaðberi tilkynnti um eldinn og liðu aðeins níu mínútur frá útkalli og þar til búið var að ná konunni út úr íbúðinni.

Innlent
Fréttamynd

Kona lífshættu í eftir eldsvoða

Ung kona liggur alvarlega slösuð á gjörgæsludeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss með alvarleg brunasár og reykeitrun eftir eldsvoða í kjallara í tveggja hæða húsi í Stigahlíð í Reykjavík snemma í gærmorgun. Aðra íbúa hússins sakaði ekki en einhverjar skemmdir urðu sökum elds og reyks.

Innlent
Fréttamynd

Eldsvoði í Hlíðunum

Ung kona er lífshættulega slösuð eftir eldsvoða í kjallaraíbúð í Hlíðunumn í Reykjavík snemma í morgun. Þegar slökkviliðsmenn náðu konunni út var hún meðvitundarlaus og illa brennd. Tveir aðrir voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar.

Innlent
Fréttamynd

Idolið byrjað

Hátt í þúsund manns mættu í fyrsta áheyrnarprófið fyrir þriðju Idol stjörnuleitina í gær. Alls voru þátttakendur í forvali fjögur hundruð og munu 160 þeirra koma fram fyrir dómnefndina í dag, að sögn Sigmars Vilhjálmssonar, annars þáttastjórnendanna í Idol stjörnuleit.

Innlent
Fréttamynd

Össur gagnrýnir Steinunni Valdísi

Össur Skarphéðinsson gagnrýnir ummæli Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur sem sagði að Stefán Jón hafi gengið með borgarstjórann í maganum og því komi ákvörðun hans um að bjóða sig fram sem borgarstjóraefni Samfylkingarinnar ekki á óvart. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Fjarskipti á Vestfjörðum í ólagi

Ástandi fjarskiptamála í dreifbýli á Vestfjörðum er líkt við ástand í vanþróuðum ríkjum í greinargerð sem Fjórðungssamband Vestfirðinga vann. Frá áramótum hefur ljósleiðari sem liggur um vestfirði rofnað tvisvar.

Innlent
Fréttamynd

Hetjur fyrir Allah

Þrír Tsjetsjenar voru handteknir í Hamborg í Þýskalandi í gærkvöldi eftir að þúsundir lögreglumanna gerðu þar mikla leit að mönnunum. Til þeirra heyrðist á strætisvagnastoppistöð þar sem þeir ræddu þá fyrirætlan sína að gerast hetjur fyrir Allah.

Innlent
Fréttamynd

Sundabraut fyrir sölu Símans

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður söluandvirði Símans meðal annars varið til þess að byggja nýtt hátæknisjúkrahús og til að leggja nýja Sundabraut frá Sæbraut að Vesturlandsvegi og stytta þannig leiðina út úr Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Vill fyrsta sætið

Gísli Marteinn Baldursson mun tilkynna stuðningsmönnum sínum á sunnudag að hann hyggist sækjast eftir fyrsta sæti á lista sjálfstæðismanna fyrir næstu borgarstjórnarkosningar.

Innlent
Fréttamynd

Ný krufningarskýrsla ekki heimiluð

Sakborningurinn sem hefur verið ákærður fyrir að verða öðrum manni að bana á kránni Ásláki í Mosfellsbæ í desember í fyrra hefur krafist þess að sérstakir matsmenn verði kvaddir til að fara yfir krufningarskýrsluna í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Yfir 2.000 ótryggðir bílar

Ríflega 2.200 bifreiðar voru í gær á skrá Umferðarstofu yfir óvátryggða bíla, þar af voru um 800 sem verið höfðu á listanum frá því fyrir áramót. Gera má því ráð fyrir að yfir þriðjungur þeirra sem á annað borð skulda tryggingar trassi það mánuðum saman að borga.

Innlent
Fréttamynd

Konur hafa áhrif á heimsmálin

Askalú Menkeríos, fyrrverandi hermaður og núverandi menningarmálaráðherra Erítreu, segir að Vigdís Finnbogadóttir hafi sannað það fyrir heiminum að konur geti verið þjóðarleiðtogar og haft áhrif á heimsmálin. Hún er komin hingað til lands til að sitja heimsfund menningarmálaráðherra úr röðum kvenna.

Innlent
Fréttamynd

Vill hjálp tryggingafélaganna

Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn í Reykjavík segir stöðuga "rassíu" í gangi hjá lögreglu við að klippa númer af óvátryggðum ökutækjum. Sökum umfangs segir hann lögreglu þó gjarnan vilja sjá breytingar á vinnulagi við starfann.

Innlent
Fréttamynd

Fíkniefni fundust í Kópavogi

Lögreglan í Kópavogi lagði, við húsleit í gærkvöldi, hald á 200 grömm af fíkniefnum, aðallega kannabisefnum og Kókaíni. Maður á þrítugsaldri var handtekinn á staðnum og við yfirheyrslur játaði hann að eiga efnið, en það var ætlað til sölu. Málið telst upplýst og var manninum sleppt að loknum yfirheyrslum.</font />

Innlent
Fréttamynd

Vara við gylliboðum

Norrænir neytendaumboðsmenn hafa kært til bandarískra stjórnvalda gylliboð um ferðavinninga til Karíbahafsins. Þeir sem standa að baki gylliboðunum hafa náð símleiðis til neytenda eða með því að hvetja þá til kaupa í gluggauglýsingum á Netinu.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri karlar með doktorspróf

Fleiri karlar meðal háskólakennara hafa lokið doktorsprófi en konur. Tæplega þriðjungur karla eða 31% meðal kennara í skólum á háskólastigi hefur lokið doktorsprófi en aðeins um 12% kvenna.

Innlent
Fréttamynd

Mikil fækkun nýrra sjúklinga

"Þetta er jákvætt skref sem orðið hefur að tala nýrra sjúklinga hefur ekki verið minni síðan 1995," segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, en í nýrri ársskýrslu SÁÁ kemur fram að nýir sjúklingar á stofnuninni hafa ekki verið færri í tíu ár þrátt fyrir að almennt sígi á ógæfuhlið að öðru leyti.

Innlent
Fréttamynd

Níu slasast í bílslysi

Níu manns slösuðust í umferðarslysi á Akureyri í gærkvöldi. Tveir bílar rákust saman á gatnamótum Glerárgötu og Strandgötu, en báðir bílarnir voru að aka á grænu ljósi.

Innlent
Fréttamynd

Varnarliðsmaðurinn neitar sök

Varnarliðsmaðurinn sem grunaður er um að hafa orðið konu að bana á Keflavíkurflugvelli sunnudaginn 14. ágúst hefur verið fluttur frá Keflavíkurflugvelli til Þýskalands. Þar er hann í haldi í herbúðum varnarliðsins. Hann neitar staðfastlega sök, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Innlent
Fréttamynd

Lundapysja í Örfirisey

Lundapysja spókaði sig um á athafnasvæði Lýsis í Örfirisey í Reykjavík í gærmorgun. Þorsteinn Waagfjörð, starfsmaður fyrirtækisins, gekk fram á pysjuna og segir hana hafa verið ráðvilta og magra.

Innlent
Fréttamynd

Varnarliðsmenn ganga berserksgang

"Það fer ekkert á milli mála að framkoma þessara manna hefur versnað til muna síðustu misserin," segir Magnús Jóhannsson, framkvæmdastjóri leigubílafyrirtækisins Ökuleiða í Keflavík. Tvívegis nú á stuttum tíma hafa bandarískir hermenn gengið berserksgang í bílum fyrirtækisins með þeim afleiðingum að eigendurnir urðu fyrir allmiklu tjóni.

Innlent
Fréttamynd

Misbrestur á orlofsgreiðslum

Verslunarmannafélag Reykjavíkur brýnir fyrir starfsfólki að fara vel yfir launaseðla sína, því dæmi eru um að sumarstarfsfólk verði af orlofslaunum á haustin. Í flestum tilfellum er um gleymsku vinnuveitenda að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Átta sýningar á vetrardagskrá

Ungir leikarar og einn sem er að hefja sitt fimmtugasta leikár, ætla að taka höndum saman um að gera þetta ár eftirminnilegt fyrir Leikfélag Akureyrar. Átta sýningar eru á vetrardagskrá Leikfélags Akureyrar. Þeirra viðamest er rokksöngleikurinn Litla hryllingsbúðin, en Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri, vonast til að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi.

Innlent
Fréttamynd

Ekki margt sem kemur á óvart

Það er ekki margt sem mun koma á óvart í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Þetta segir fjármálaráðherra sem staddur var á Ísafirði í gær þar sem hann kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Jóhannes Kr. Kristjánsson og Hafþór Gunnarsson eru með þessa frétt.

Innlent
Fréttamynd

Menningarnótt tókst að mestu vel

Engar ákvarðanir voru teknar varðandi hugsanlegar breytingar á fyrirkomulagi varðandi Menningarnótt í Reykjavík á fundi aðstandenda hátíðarinnar sem fram fór í gær.

Innlent
Fréttamynd

Prófmál í Bolungarvík

Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi í morgun Bolungarvíkurkaupstað til að greiða eigendum þriggja húsa á snjóflóðahættusvæði í bænum rúmar fimmtíu og sjö milljónir króna, sem er nokkuð hærra en bærinn vildi borga. Bæjarstjóri segir að um prófmál sé að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Árleg kaupgeta 24 milljónir króna

Sigurjón Sighvatsson kaupir listaverk eftir Ólaf Elíasson á um 30 milljónir króna. Listasafn Íslands og Listasafn Reykjavíkur fá samtals rúmar 24 milljónir króna til listaverkakaupa á ári. </font /></b />

Innlent