Innlent

Fleiri karlar með doktorspróf

Fleiri karlar meðal háskólakennara hafa lokið doktorsprófi en konur. Tæplega þriðjungur karla eða 31% meðal kennara í skólum á háskólastigi hefur lokið doktorsprófi en aðeins um 12% kvenna. Hins vegar hafa fleiri konur meðal háskólakennara eingöngu lokið meistaraprófi og grunnprófi á háskólastigi en karlar. Þetta kemur fram í upplýsingum Hagstofunnar um starfsfólk í skólum á háskólastigi í mars árið 2004.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×