Innlent

Hetjur fyrir Allah

Þrír Tsjetsjenar voru handteknir í Hamborg í Þýskalandi í gærkvöldi eftir að þúsundir lögreglumanna gerðu þar mikla leit að mönnunum. Til þeirra heyrðist á strætisvagnastoppistöð þar sem þeir ræddu þá fyrirætlan sína að gerast hetjur fyrir Allah. Var það skilið svo að mennirnir legðu á ráðin um hryðjuverk, en að loknum yfirheyrslum er lögreglan nú sannfærð um að svo hafi ekki verið. Mönnunum var því sleppt í morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×