Innlent

Menningarnótt tókst að mestu vel

Engar ákvarðanir voru teknar varðandi hugsanlegar breytingar á fyrirkomulagi varðandi Menningarnótt í Reykjavík á fundi aðstandenda hátíðarinnar sem fram fór í gær. Komu þar saman allir þeir aðilar sem að hátíðinni komu með einum eða öðrum hætti og báru saman bækur sínar. Samkvæmt heimildum voru allflestir á því að afar vel hefði tekist til í meginatriðum. Ýmsar hugmyndir voru þó ræddar fram og aftur enda ávallt eitthvað sem betur má fara og skipuleggja fyrir næstu hátíð að ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×