Innlent

Lundapysja í Örfirisey

Lundapysja spókaði sig um á athafnasvæði Lýsis í Örfirisey í Reykjavík í gærmorgun. Þorsteinn Waagfjörð, starfsmaður fyrirtækisins, gekk fram á pysjuna eftir tíukaffið og átti ekki í vandræðum með að handsama hana, enda Eyjamaður að upplagi. "Hún var ráðvillt enda hafði hún líklega aldrei sé svona furðulega skepnu áður," segir Þorsteinn og á þar við sjálfan sig. Pysjan var talsvert magurri en þær sem Þorsteinn þekkir úr Vestmannaeyjum en hress að öðru leyti. Þorsteinn geymdi pysjuna í kassa í gær og sleppti henni á haf út í gærkvöldi. Líklegt er að pysjan hafi komið úr Akurey, Andríðsey eða Lundey á Kollafirði en líflegt lundavarp er í þessum eyjum. Að sögn Ólafs Nielsen, starfsmanns Náttúrufræðistofnunar Íslands, finnast lundapysjur á hverju hausti í Reykjavík enda sækja þær í borgarljósin líkt og lundapysja er háttur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×