Innlent

Ekki margt sem kemur á óvart

Það er ekki margt sem mun koma á óvart í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Þetta segir fjármálaráðherra sem staddur var á Ísafirði í gær þar sem hann kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Jóhannes Kr. Kristjánsson og Hafþór Gunnarsson eru með þessa frétt. Fjárlagafrumvarp næsta árs verður lagt fram á alþingi í haust. Fjármálaráðherra segir að forsendur frumvarpsins séu í samræmi við langtímaáætlanir ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum. Að öðru leyti vildi fjármálaráðherra lítið sem ekkert upplýsa um innihald frumvarpsins. Hann sagði að þar væri ekki margt sem kæmi á óvart. Hann sagði stöðu ríkissjóðs vera góða og horfurnar ágætar. Aðspurður um niðurskurð sagði hann niðurskurð ekki vera umfram það sem liggur fyrir í þessari áætlun. Hann sagði jafnframt að verið væri að hægja á og aðhaldið hefði verið mikið bæði í ár og árið 2006. Hann sagði að reynt yrði að vinda ofan af því árið 2007. Um aukafjárveitingu til heilbrigðisstofnana sagði hann að best væri að skoða hvað kemur út úr þessu þegar það liggur fyrir sem þingskjal



Fleiri fréttir

Sjá meira


×