Innlent

Fíkniefni fundust í Kópavogi

Lögreglan í Kópavogi lagði, við húsleit í gærkvöldi, hald á 200 grömm af fíkniefnum, aðallega kannabisefnum og Kókaíni. Maður á þrítugsaldri var handtekinn á staðnum og við yfirheyrslur játaði hann að eiga efnið, en það var ætlað til sölu. Málið telst upplýst og var manninum sleppt að loknum yfirheyrslum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×