Innlent

Átta sýningar á vetrardagskrá

Ungir leikarar og einn sem er að hefja sitt fimmtugasta leikár, ætla að taka höndum saman um að gera þetta ár eftirminnilegt fyrir Leikfélag Akureyrar. Átta sýningar eru á vetrardagskrá Leikfélags Akureyrar. Þeirra viðamest er rokksöngleikurinn Litla hryllingsbúðin, en Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri, vonast til að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Þráinn Karlsson er að hefja sitt fimmtugasta leikár. Hann segir að oft hafi verið átök um stefnur og strauma í Leikhúsinu, og hart tekist á. Hann hlakkar hinsvegar til vetrarins og segir að leikhúsið sé í stöðugri framför, það sé komið fullt af ungu vel menntuðu fólki sem tekur hlutunum af mikilli alvöru. Síðasta ár var Leikfélagi Akureyrar gjöfult. Aðsóknin var ein sú mesta í sögu leikhússins og sala árskorta margfaldaðist. Magnús Geir og hans fólk stefna að því að gera enn betur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×