Innlent

Rafmagnslaust í Vesturbænum

Hluti íbúa og fyrirtækja í Vesturbæ Reykjavíkur voru án rafmagns í um klukkustund laust eftir klukkan átta í gærmorgun sökum þess að háspennustrengur fór í sundur. Hófu viðgerðamenn Orkuveitunnar strax viðgerð en strengurinn slitnaði við framkvæmdir verktaka á svæðinu. Tókst viðgerðin vel og var rafmagn komið á alls staðar aftur klukkustund síðar eða laust eftir klukkan níu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×