Innlent

Eldsvoði í Hlíðunum

Ung kona er lífshættulega slösuð eftir eldsvoða í kjallaraíbúð í Hlíðunumn í Reykjavík snemma í morgun. Þegar slökkviliðsmenn náðu konunni út var hún meðvitundarlaus og illa brennd. Tveir aðrir voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar. Rétt fyrir klukkan sjö í morgun varð blaðberi eldsins var og gerði slökkviliði og lögreglu viðvart. Mikill hiti, eldur og reykur voru í íbúðinni sem er í niðurgröfnum kjallara og er hún mikið skemmd. Reykurinn barst einnig upp á efri hæð hússins en þar urðu skemmdir litlar sem engar. Eldsupptök eru ókunn en tæknideild lögreglunnar í Reykjavík vinnur að rannsókn málsins sem stendur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×