Innlent

Fréttamynd

Skemmti­bátur fórst á Við­eyjar­sundi

Þremur var bjargað og tveggja er saknað eftir að skemmtibátur fórst á Viðeyjarsundi í nótt. Leit stendur yfir að karlmanni og konu, björgunarsveitarmenn ganga fjörur og kafarar leita í sjónum og hefur flak bátsins fundist.

Innlent
Fréttamynd

Báturinn ný­kominn til landsins

Báturinn sem fórst á Viðeyjarsundi í nótt hét Harpa og var nýkominn til landsins. Að sögn Magnúsar Jóhannssonar hjá svæðisstjórn Landsbjargar var skyggni lélegt á slysstað í nótt en báturinn virðist hafa strandað á Skarfaskeri og sokkið í kjölfarið.

Innlent
Fréttamynd

Neyðar­kall tíu ára drengs

Þrennt bjargaðist, hjón og tíu ára sonur þeirra, þegar skemmtibátur steytti á Skarfaskeri við Viðey og sökk um klukkan tvö í fyrrinótt. Rúmlega fimmtug kona lést og rúmlega þrítugs karlmanns er enn saknað. Talið er að hann hafi reynt að kafa undir bátinn eftir konunni sem lést.

Innlent
Fréttamynd

Vill eitt af efstu sætunum

Sóley Tómasdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs vegna sveitarstjórnarkosninganna í Reykjavík næsta vor og sækist eftir einu af efstu sætunum. Sóley segist leggja áherslu á jafnréttismál, dagvistarmál, menntamál og íþrótta- og tómstundamál.

Innlent
Fréttamynd

Reyna við heimsmet í sippi

Þess verður freistað í Egilshöll í dag að setja heimsmet í sippi. Þetta er einn af fjölmörgum dagskrárliðum Grafarvogsdagsins sem hófst í heitu pottunum í Grafarvogslaug klukkan átta í morgun.

Lífið
Fréttamynd

Björgunarstörf í sláturhúsi

Björgunarsveitin Súlur á Akureyri var kölluð út í morgun í heldur óvanalega björgunaraðgerð. Erfiðlega hefur nefnilega gengið að manna sláturhús á þessu hausti. Því var brugðið á það ráð að spyrja björgunarsveitina á staðnum hvort hún vildi ekki afla tekna með því að aðstoða við verkunina.

Innlent
Fréttamynd

Biðu í rúma klukkustund í sjónum

Hátt í hálf önnur klukkustund leið frá því að fólkið á skemmtibátnum Hörpu fór í sjóinn þar til því var bjargað. Bið var á að þyrla Landhelgisgæslunnar væri kölluð út þar sem mönnum var alvara málsins ekki ljós.

Innlent
Fréttamynd

Teitur Þórðarson næsti þjálfari KR

Teitur Þórðarson verður næsti þjálfari meistaraflokks karla hjá KR. Teitur tekur við liðinu í haust af þeim Sigursteini Gíslasyni og Einari Þór Daníelssyni sem stýrt hafa KR frá því Magnúusi Gylfasyni var vikið frá störfum í lok júlí. Teitur Þórðarson var væntanlegur til landsins í kvöld en fyrirhugað er að skrifa undir samkomulag við hann í fyrramálið um þjálfun KR. Þá er blaðamannafundur fyrirhugaður fyrir hádegi þar sem ráðning hans verður kynnt.

Sport
Fréttamynd

Bundið slitlag til Ísafjarðar

Tignarleg stálbogabrú verður byggð yfir Mjóafjörð í Ísafjarðardjúpi en með þverun fjarðarins styttist vetrarleiðin milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um 33 kílómetra. Með nýjustu ákvörðun ríkisstjórnarinnar stefnir í að bundið slitlag verði komið á veginn til Ísafjarðar eftir þrjú ár.

Innlent
Fréttamynd

Mikilvægt að koma á jafnvægi

Flokksráð Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs telur brýnt að gripið verði til samræmdra aðgerða til að tryggja efnahagslegan stöðugleika og átelur ríkisstjórnina fyrir andvaraleysi. Þetta er meðal þess sem fram kom á flokksráðsfundi vinstri grænna dagana 9. til 10. september.

Innlent
Fréttamynd

Leitað á meðan að­stæður leyfa

Rúmlega þrítugs manns er enn saknað eftir að lítill skemmtibátur fórst á Viðeyjarsundi í nótt. Þremur var bjargað en rúmlega fimmtug kona fannst látin í bátnum. Fram eftir kvöldi verður haldið áfram leit með tveimur neðansjávarmyndavélum eða eins lengi og aðstæður leyfa.

Innlent
Fréttamynd

Ný gatnamót opnuð í dag

Ný gatnamót Snorrabrautar og Hringbrautar í Reykjavík verða opnuð umferð á ný í dag eftir breytingar. Snorrabraut milli Eiríksgötu og Hringbrautar hefur verið lokuð frá því snemma í sumar vegna framkvæmda við nýju Hringbrautina.

Innlent
Fréttamynd

Mannsins enn saknað

Skemmtibáturinn sem fórst á Viðeyjarsundi í nótt var dreginn á land upp úr hádegi í dag. Lík af rúmlega fimmtugri konu sem var í bátnum fannst í morgun en rúmlega þrítugs karlmanns er enn saknað og hefst þriðja lota leitarinnar um hálf fjögur að sögn Jónas Guðmundssonar hjá Landsbjörgu.b-

Innlent
Fréttamynd

Vaxandi yfirgangur framkvæmdavalds

Formaður Vinstri - grænna segir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um hvernig verja beri ágóðanum af símasölunni dæmi um vaxandi yfirgang framkvæmdavaldsins gagnvart Alþingi. Þarna sé verið að ráðstafa gríðarlegum fjármunum í eigu þjóðarinnar fram yfir næstu tvennar alþingiskosningar, án þess að málið sé rætt annars staðar en í stjórnarflokkunum.

Innlent
Fréttamynd

Mátti ekki tæpara standa

"Miðað við aðstæður var það rauninni hrein hending að við römbuðum á bátinn," segir Bogi Sigvaldason, einn fjögurra lögregluþjóna sem bjargaði fjölskyldunni af kili bátsins sem steytti á skeri á Viðeyjarsundi í fyrrinótt."

Innlent
Fréttamynd

Fimm handtekin með fíkniefni

Fimm ungmenni voru handtekin á Akureyri í gærkvöldi eftir að lögregla fann fíkniefni í bíl þeirra. Lögregla stöðvaði bílinn við hefðbundið eftirlit og kom þá í ljós að fólkið hafði kannabisefni undir höndum en þó lítilræði, samkvæmt upplýsingum lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Sigldi undir breskum fána

Skemmtibáturinn sem fórst á Viðeyjarsundi í nótt sigldi undir breskum fána og var nýkeyptur til landsins að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Báturinn var 9,9 metra langur af gerðinni Skilsö, smíðaður í Noregi.

Innlent
Fréttamynd

Enginn greiddi atkvæði á móti

Enginn þriggja fulltrúa stjórnarandstöðunnar í bankaráði Seðlabankans greiddi atkvæði gegn því að bankastjórar hækkuðu í launum um tuttugu og sjö prósent í þremur áföngum fram til ársins 2007. Þeir segjast allir telja að það hefði átt að standa öðruvísi að ráðningu nýs seðlabankastjóra en enginn þeirra íhugar þó að hætta í ráðinu í mótmælaskyni.

Innlent
Fréttamynd

Árni gefur ekki kost á sér

Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, ætlar ekki að bjóða sig fram til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag segist Árni ætla að styðja Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra í varaformannskjörinu enda komi það sér best fyrir flokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Prófkjörið fer of hratt af stað

Júlíus Vífill Ingvarsson hefur enn ekki tilkynnt um framboð sitt til prófkjörs sjálfstæðisflokksins. Í samtali við Fréttablaðið sagðist Júlíus mjög fljótlega gera grein fyrir því hvaða sæti hann hyggðist taka.

Innlent
Fréttamynd

Eldri borgarar missa 1/4 tekna

Sjö hundruð eldri borgarar hafa misst allt að fjórðungi ráðstöfunartekna sinna frá áramótum þar sem aldurstengd örorkuuppbót fellur niður við sextíu og sjö ára aldur.

Innlent
Fréttamynd

Töluvert frá heimsmetinu

Ekki tókst að setja heimsmet í sippi í Grafarvoginum í dag eins og stefnt hafði verið að á Grafarvogsdeginum. 660 manns tóku þátt í sippinu sem er Íslandsmet. Heimsmetið eiga 2.474 Kínverjar sem sippuðu saman í þrjá mínútur í Hong Kong fyrr á þessu ári og er það met skráð í heimsmetabók Guinnes.

Lífið
Fréttamynd

VG átelja ríkisstjórnina

Flokksráð Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs telur óumflýjanlegt og brýnt að gripið verði til samræmdra aðgerða til að tryggja efnahagslegan stöðugleika og átelur ríkisstjórnina fyrir háskalegt andvaraleysi. Þetta kemur fram í ályktun flokksráðsfundar Vinstri - grænna sem lýkur í dag.

Innlent
Fréttamynd

Setja met nánast daglega

"Við setjum met nánast á hverjum degi. Það stefnir í það að okkur berist yfir þúsund tonn af fötum á þessu ári. Við settum líka met í sölu í ágústmánuði en við seldum fyrir yfir eina milljón í búðinni á Laugavegi", segir Örn Ragnarsson, starfsmaður Rauða krossins.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í húsnæði Hreinsitækni

Eldur kviknaði í húsnæði Hreinsitækni við Stórhöfða á sjötta tímanum. Enginn var inni í húsinu þegar eldurinn kom upp. Rétt fyrir fréttir voru slökkviliðsmenn við það að ráða niðurlögum eldsins.

Innlent
Fréttamynd

Lík af konu fundið

Lík af rúmlega fimmtugri konu sem saknað var eftir að lítill skemmtibátur fórst á Viðeyjarsundi í nótt er fundið. Rúmlega þrítugs karlmanns er enn saknað og stendur leit yfir. Þriggja var bjargað af kili bátsins sem maraði í hálfu kafi. Það voru lögreglumenn á bát sem fundu fólkið við Skarfasker utan við Laugarnestanga.

Innlent
Fréttamynd

Hugmyndasamkeppnin ótímabær

Bæði borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins og Ólafur F. Magnússon, fulltrúi F-lista, telja að alþjóðleg hugmyndasamkeppni um Vatnsmýrarsvæðið, sem borgarráð samþykkti í gær að efna til, sé ótímabær þar til lokið verði viðræðum fulltrúa Reykjavíkurborgar og samgönguráðuneytis um málið.

Innlent
Fréttamynd

Ráðning Davíðs til skammar

Ágúst Einarsson, prófessor við Háskóla Íslands, segir vinnubrögð við ráðningu Davíðs Oddssonar í Seðlabankann til háborinnar skammar og sýna að ráðamenn hafi ekkert lært í þessum efnum. Alþingi hefur í þrígang fellt frumvörp þess efnis að auglýsa beri stöðu seðlabankastjóra.

Innlent
Fréttamynd

Kjarasamningum sagt upp?

Miðstjórn Samiðnar telur forsendur kjarasamninga brostnar miðað við núverandi verðbólgu og ástand efnahagsmála. Formaður Samiðnar segir að nái endurskoðunarnefnd um forsendur kjarasamninga ekki viðunandi niðurstöðu, komi ekki annað til greina en að segja upp samningum.

Innlent
Fréttamynd

Guðfríður Lilja kjörin

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksambands Íslands og alþjóðlegur meistari kvenna í skák, var kjörin forseti Skáksambands Norðurlanda á nýafstöðnu þingi sambandsins sem fram fór í Vammala í Finnlandi. Guðfríður Lilja er fyrsta konan sem gegnir þessu embætti í 106 ára sögu sambandsins.

Innlent