Innlent

Eldur í húsnæði Hreinsitækni

Eldur kviknaði í húsnæði Hreinsitækni við Stórhöfða á sjötta tímanum. Enginn var inni í húsinu þegar eldurinn kom upp. Rétt fyrir fréttir voru slökkviliðsmenn við það að ráða niðurlögum eldsins. Töluverður viðbúnaður var á svæðinu og fimm reykkafarar voru sendir inn í húsið. Gaskútar eru inni í húsinu og í fyrstu var talin hætta á sprengingum en þegar betur var að gáð reyndust kútarnir í nokkurri fjarlægð frá eldinum. Eldsupptök eru ókunn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×