Innlent

Mátti ekki tæpara standa

"Miðað við aðstæður var það rauninni hrein hending að við römbuðum á bátinn," segir Bogi Sigvaldason, einn fjögurra lögregluþjóna sem bjargaði fjölskyldunni af kili bátsins sem steytti á skeri á Viðeyjarsundi í fyrrinótt." Lögreglumennirnir voru á gúmmíbát þegar þeir fundu fjölskylduna. "Við sáum báta leita með ljóskösturum við vesturenda Viðeyjar. Við fórum því aðeins dýpra inn sundið og sáum allt í einu glitta í litla þúst í myrkrinu, sem í ljós kom að var bátur á hvolfi og fólk á kilinum." Bogi segir fjölskylduna hafa verið mjög þrekuð, enda búin að vera í sjónum í rúma klukkustund. Konan og drengurinn voru á kili bátsins en maðurinn lá hálfur í kafi og hélt sér í bátinn. Ekki liðu meira 20 mínútur frá því að fólkinu var bjargað þar til báturinn sökk að sögn Boga. "Þetta var mínútuspursmál og mátti ekki tæpara standa."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×