Innlent

Guðfríður Lilja kjörin

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksambands Íslands og alþjóðlegur meistari kvenna í skák, var kjörin forseti Skáksambands Norðurlanda á nýafstöðnu þingi sambandsins sem fram fór í Vammala í Finnlandi. Guðfríður Lilja er fyrsta konan sem gegnir þessu embætti í 106 ára sögu sambandsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×