Innlent

Setja met nánast daglega

"Við setjum met nánast á hverjum degi. Það stefnir í það að okkur berist yfir þúsund tonn af fötum á þessu ári. Við settum líka met í sölu í ágústmánuði en við seldum fyrir yfir eina milljón í búðinni á Laugavegi", segir Örn Ragnarsson, starfsmaður Rauða krossins. Örn segir að Rauði krossinn sé með söfnunargáma á öllum gámastöðvum Sorpu og taki við fötum í söfnunarstöðinni í Hafnarfirði frá 8 til16 á daginn. " Við sendum gám til Malaví í september en fötin fara ekki öll í hjálparstarfsemi því sumt af þeim þurfum við að selja til að standa undir rekstrinum af stöðinni." Hann segir að allt starf þeirra sé unnið af sjálfboðaliðum. "Við erum að fara að opna nýja verslun í Hafnarfirði. Þar stefnum við á að vera fyrst og fremst með fatnað fyrir börn og ungt fólk. Okkur vantar sjálfboðaliða til að vinna í nýju versluninni og eins á Laugaveginum."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×