Innlent

Fréttamynd

KK og Lucky One á Nasa á fimmtudag

KK-The Lucky One bandið spilar á Nasa í kvöld. Tónleikarnir eru lokahnykkurinn á undirbúningi sveitarinnar fyrir Kínatúr en þeim var boðið að spila á 7. alþjóðlegu listahátíðinni í Shanghai.

Lífið
Fréttamynd

Söfnun hafin

Íslenskar hjálparstofnanir standa fyrir söfnunum til aðstoðar fórnarlömbum hamfaranna í Suður-Asíu og raunar víðar. Hjálparstofnun kirkjunnar er með símasöfnun. Hægt er að hringja í síma 907-2002 og þá dregst sjálfkrafa framlag af símreikningi.

Innlent
Fréttamynd

Engar skipanir í Baugsmálinu

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir réttarkerfið ekki hafa sagt sitt síðasta í Baugsmálinu, þrátt fyrir að aðeins átta af fjörutíu upphaflegu ákæratriðunum standi eftir. Ráðherra telur best fyrir alla sem að málinu koma að það verði tekið til efnismeðferðar fyrir dómstólum.

Innlent
Fréttamynd

Kaupsamningum um fasteignir fækkar

Kaupsamingum um fasteignir hefur fækkað frá öðrum ársfjórðungi. Á þriðja ársfjórðungi 2005 var í kringum tvö þúsund og fjögur hundruð kaupsamningum um fasteignir þinglýst við embætti sýslumanna á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Hannes fékk lögfræðiálit

„Ráðuneytið vinnur ekki lögfræðilegar álitsgerðir fyrir einstaklinga,“ segir Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu. Hannes Hólmsteinn Gissurar­­son prófessor fékk þó ráðgjöf í ráðuneytinu varðandi meiðyrða­mál sem Jón Ólafsson kaupsýslumaður höfðaði gegn honum.

Innlent
Fréttamynd

Fundar með aðilum vinnumarkaðar

Ríkisstjórnin hyggst funda með forsvarsmönnum Alþýðusambandsins og aðila vinnumarkaðar um stöðu kjarasamninga. Fulltrúar ASÍ fagna aðkomu ríkisstjórnar að málinu en eru ekki sammála þeim orðum Halldórs í stefnuræðu að kjarasamningar væru ekki í hættu vegna efnahagsstjórnunar ríkisstjórnarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Maður með þúsundir mynda

„Þetta hlýtur að vera lang umfangsmesta mál sinnar tegundar hér á landi,“ segir Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík um rannsókn á máli manns sem hafði barnaklám undir höndum. „Rannsókninni var að ljúka í síðustu viku.

Innlent
Fréttamynd

Verður umbunað

„Ríkið segist ekki þvinga sveitarfélög til sameiningar, en þeim sem hlýða er umbunað," segir Gústaf Jökull Ólafsson, oddviti í Reykhólahreppi. Hann telur ólíklegt að íbúar Reykhólahrepps muni snúast hugur og samþykkja sameiningu sveitarfélaga með Dalabyggð og Saurbæjarhreppi.

Innlent
Fréttamynd

Framsals ekki verið krafist

Albaninn sem grunaður er um morð í Grikklandi og var handtekinn hér á meðan hann beið eftir að umsókn um hælisvist hans yrði tekin til umsagnar situr enn í gæsluvarðhaldi. Hann mun að öllum líkindum sitja út gæsluvarðhaldið sem lýkur um miðjan nóvember, því samkvæmt upplýsingum frá Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu hefur engin framsalskrafa borist til embættisins.

Innlent
Fréttamynd

Aðeins til einkanota

„Gagnagrunnur símaskrárinnar á netinu er eingöngu til einkanota,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Já. Fyrirtækið sér um rekstur á símaskra.is ásamt 118 og tengdri þjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Greiðsla fyrir fréttalestur óljós

Laun útvarpsstjóra eru ákvörðuð af Kjaranefnd samkvæmt núgildandi lögum. Páll Magnússon útvarpsstjóri má því ekki þiggja sérstaka greiðslu fyrir fréttalestur í sjónvarpinu. Hægt er að senda erindi til Kjaranefndar og fá hana til að kveða upp úrskurð um það hvort greiða eigi útvarpsstjóra sérstaklega fyrir lesturinn eða ekki.

Innlent
Fréttamynd

Réðst inn í hús með hníf

Ölvaður maður bankaði upp á í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti í nótt og reyndi að ryðjast inn þegar húsráðendur komu til dyra. Manninum tókst að komast inn í forstofuna þar sem hann tók upp hníf þegar húsráðendur vörnuðu honum inngöngu. Húsráðendur þekktu ekki manninn og tókst þeim að koma honum fram á stigaganginn aftur og náðu þeir af honum hnífnum.

Innlent
Fréttamynd

Dómsmálaráðherra taki ábyrgð

"Það er algerlega óviðeigandi og óþolandi að yfirmenn - það er framkvæmdavaldið - hafi afskipti með þessum hætti af málefnum sem eru fyrir dómstólum," sagði Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu þegar Fréttablaðið bar undir hann þau ummæli dómsmálaráðherra. >

Innlent
Fréttamynd

Geti ekki borið ábyrgð á Birni

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að framsóknarmenn geti ekki borið ábyrgð á Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra. Forsaga málsins sé sú að Björn Bjarnason hafi gefið saksóknaraembættinu þá línu á bloggsíðu sinni í dag að halda áfram með Baugsmálið þó að aðeins standi eftir átta af 40 ákæruliðum í Baugsmálinu. „Framsóknarflokkurinn á ekki að líða mönnum að gera svona,“ sagði Kristinn í Íslandi í bítið í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Verðstríð í flugi til Alicante

Heimsferðir lækka verð sitt á flugmiðum milli Íslands og Alicante á Spáni um þrjú þúsund krónur næsta sumar til að mæta lágu verði hjá Iceland Express. Verð á farmiða milli Íslands og Alicante verður 12.400 krónur en var 15.400 krónur. Heimsferðir munu einnig bjóða fargjöld aðra leiðina frá 5.600 krónum og undirbýður þar með Iceland Express sem býður það á tæpar 8.000 krónur.

Innlent
Fréttamynd

Snertir ekki Rithöfundasambandið

Stjórn Blaðamannafélags Íslands mun á næsta fundi sínum taka fyrir beiðni Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar vegna dóms og fjárnáms sem gert var í framhaldinu vegna ærumeiðandi ummæla Hannesar um Jón Ólafsson. Formaður Rithöfundasambandsins segir málið ekki koma sambandinu við og því verði ekki ályktað um það þrátt fyrir að Hannes sé þar félagsmaður.

Innlent
Fréttamynd

Tekur ábyrgð á dómsmálaráðherra

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist fyllilega taka ábyrgð á dómsmálaráðherra þrátt fyrir ummæli hans á heimasíðu um að réttarkerfið hefði ekki sagt sitt síðasta orð í Baugsmálinu. Þetta kom fram á fundi sem forsætisráðherra hélt með blaðamönnum efti hádegið í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Umferðin hættuleg börnum

Slæm umgengni verktaka við Gvendargeisla, auk skorts á gangbrautum yfir götuna, setur börn sem ganga í Sæmundarsel í hættu. „Það vantar gangbrautir yfir Gvendargeisla og sums staðar sturta verktakar drasli frá sér og skilja eftir ruðninga sem fara alveg upp á þar sem gangbrautirnar eiga að vera. Þetta neyðir börnin til þess að ganga út á götu,“ segir Eygló Friðriksdóttir, aðstoðarskólastjóri í Sæmundarseli, en Sæmundarsel er útibú frá Ingunnarskóla.

Innlent
Fréttamynd

Olíufélögin selja Gasfélagið

Gengið hefur verið frá sölu á öllu hlutafé Gasfélagsins ehf., sem er helsti innflytjandi á fljótandi gasi og gashylkjum til landsins. Seljendur eru Olíufélagið ehf., Olíuverzlun Íslands og Skeljungur. Gasfélagið ehf. var stofnað í núverandi mynd árið 1995.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verðstríð á flugverði til Alicante

Tuttugu og tvö þúsund Íslendinga þarf til að fylla vélar Heimsferða og Iceland Express til Alicante næsta sumar. Heimsferðir hafa tvöfaldað sætafjölda sinn úr 3500 sætum í 7000 og Iceland Express býður 15 þúsund sæti í því verðstríði sem nú er hafið á þessari flugleið.

Innlent
Fréttamynd

Óvissa á atvinnumarkaði

Launþegar munu í síðasta lagi vita þann 10. desember hvort kjarasamningum verði sagt upp. „Það liggur alveg fyrir að forsendan um 2,5 prósent verðbólgu hefur ekki gengið eftir, og það þýðir að verið er að skoða varnaglann um endurskoðun sem sleginn var í kjarasamningunum,“ segir Stefán Úlfarsson, hagfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Verið að reykræsta

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er nú að reykræsta í kjallaraíbúð við Laugateig. Talið var að eldur hafi kviknað í íbúðinni út frá eldavél en síðar kom í ljós að aðeins hafi soðið upp úr potti.

Innlent
Fréttamynd

Tekin full í fimmta sinn

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu á fertugsaldri í tveggja mánaða fangelsi fyrir að hafa ekið bifreið ölvuð og án ökuréttinda í mars síðastliðnum. Þetta er í fimmta sinn sem konan er tekin fyrir ölvunarakstur síðan árið 2001.

Innlent
Fréttamynd

Sakaði Björn um blaður og brottför

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra var sakaður um að segja ákæruvaldinu fyrir verkum með skrifum á heimasíðu sinni á Alþingi í dag. Steingrímur J Sigfússon, formaður Vinstri-grænna sagði, ráðherrann blaðra á heimasíðunni en flýja síðan til útlanda.

Innlent
Fréttamynd

Nylon styrkti krabbameinssjúk börn

Stúlknasveitin Nylon afhenti í dag Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna ágóðann af sölu sérstakra vinabanda sem sveitin framleiddi ásamt Fanta og seld voru í verslunum Shell og Select í sumar.

Lífið
Fréttamynd

Bílvelta nærri Hvolsvelli

Bílvelta varð nærri Hvolsvelli um fjögurleytið í dag þegar ökumaður jeppa missti stjórn á bifreið sinni. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli sluppu bæði ökumaður og farþegi ómeiddir.

Innlent
Fréttamynd

Barnabætur óháðar tekjum

Í drögum að ályktun Sjálfstæðisflokks um fjölskyldumál, sem lögð verður fyrir landsfund flokksins nú um helgina, er hvatt til þess að lagaumhverfi verði með þeim hætti að það -hvetji- fremur en letji fólk til að búa saman í fjölskyldum.

Innlent
Fréttamynd

Bera ekki ábyrgð á ráðherra

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að flokkurinn geti ekki borið ábyrgð á dómsmálaráðherra, sem tjái sig með þeim hætti sem Björn Bjarnason gerir á heimasíðu sinni um niðurstöður Hæstaréttar í Baugsmálinu. En þar segir Björn að réttarkerfið hafi ekki sagt sitt síðasta orð í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdir fyrir fíkniefnabrot

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fjóra menn um tvítugt í 45 daga til fimm mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar vegna stórfelldra innbrota í heimahús og verslanir á þessu ári, auk smávægilegra fíkniefnabrota. Bótakröfum trygggingafélagsins Sjóvá-Almennra var vísað frá dómi.

Innlent
Fréttamynd

Bóluefnismál skýrast í nóv-des

Kostnaður við fyrirhugaða verksmiðju vegna framleiðslu á bóluefni við fuglaflensunni liggur ekki fyrir. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu er ekki ljóst hvar framleiðslan mun fara fram en skoðað verður hvort mögulegt sé að framleiða bóluefnið hér á landi. Þetta skýrist nánar í nóvember og desember.

Innlent