Innlent

Maður með þúsundir mynda

„Þetta hlýtur að vera lang umfangsmesta mál sinnar tegundar hér á landi,“ segir Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík um rannsókn á máli manns sem hafði barnaklám undir höndum. „Rannsókninni var að ljúka í síðustu viku. Ákæra verður gefin út fljótlega,“ segir Hörður. Rannsóknin hefur staðið yfir frá því í mars. Hörður segir ástæðuna fyrir löngum rannsóknartíma vera að óheyrilegan tíma hafi tekið að fara yfir allt efnið, en um er að ræða sjö gígabæt af myndskeiðum og átta gígabæt af öðru myndefni. Þegar farið hafði verið yfir efnið var sakborningurinn tekinn til yfirheyrlu þar sem hann játaði að eiga myndefnið og að hafa hlaðið því niður af netinu. Í 210. grein almennra hegningarlaga segir að hver sem flytji inn eða hafi í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýni börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt skuli sæta sektum eða fangelsi allt að tvö ár ef brot er stórfellt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×