Innlent

Verðstríð í flugi til Alicante

Heimsferðir lækka verð sitt á flugmiðum milli Íslands og Alicante á Spáni um þrjú þúsund krónur næsta sumar til að mæta lágu verði hjá Iceland Express. Verð á farmiða milli Íslands og Alicante verður 12.400 krónur en var 15.400 krónur. Heimsferðir munu einnig bjóða fargjöld aðra leiðina frá 5.600 krónum og undirbýður þar með Iceland Express sem býður það á tæpar 8.000 krónur. Haft er eftir Andra Már Ingólfssyni, framkvæmdastjóra Heimsferða, í Morgunblaðinu í morgun að verðlækkun Heimsferða séu viðbrögð fyrirtækisins við því að Iceland Express hyggist taka Alicante upp sem áfangastað á næsta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×