Innlent Nær fjórðungur fyrrum ráðherrar Sex fyrrum ráðherrar hafa verið skipaðir sendiherrar frá árinu 1995. Meirihluti sendiherra á þessu tímabili kemur þó úr störfum innan utanríkisþjónustunnar, eða fimmtán af 27 sendiherrum. Innlent 16.11.2005 18:07 Ein véla CIA stödd hérlendis Ein af flutningavélum leyniþjónustunnar CIA er á Reykjavíkurflugvelli. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa vélar Devon Holding & Leasing komið við hér á landi í það minnsta níu sinnum, og þær eru tíðir gestir á þeim flugvöllum sem vitað er að vélar á vegum CIA millilenda gjarnan á Möltu og Azor-eyjum en líka í Austur-Evrópu og Afganistan. Innlent 16.11.2005 18:26 Samtök iðnaðarins vara við starfsmannaleigum Samtök iðnaðarins ráðleggja félagsmönnum sínum fremur að ráða fólk til sín en að notast starfsmannaleigur. Varhugavert sé að nýta sér þjónustu starfsmannaleiga vegna óljósrar stöðu skattamála hjá þeim. Samtök iðnaðarins segja það ekki skipta máli þótt starfsmannaleigur ábyrgist skattgreiðslur starfsmanna þar eð skattayfirvöld telji fyrirtæki bera fulla ábyrgð á skattskilum þeirra sem fyrir þau vinna. Innlent 16.11.2005 17:31 Úrvalsvísitalan aldrei mælst hærri Úrvalsvísitalan sló enn eitt metið þegar hún hækkaði um 3,83% í viðskiptum dagsins. Hún mælist nú 4986 stig og hefur aldrei verið hærri, samkvæmt Greiningardeild Íslandsbanka. Frá ármótum hefur hún hækkað um 48,40%. Þau félög sem hækkuðu mest í dag eru Kaupþing Banki, Atorka Group, Jarðboranir og Landsbankinn. Það félag sem lækkaði mest í viðskiptum dagsins er SÍF um -2,54%. Innlent 16.11.2005 17:05 Guðrún Helgadóttir hlaut verðlaunin ár Í dag, miðvikudaginn 16. nóvember var hátíðardagskrá í sal Listasafns Reykjanesbæjar í Duus-húsum í Reykjanesbæ. Þar vor afhent Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir árið 2005 og sérstakar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslenskrar tungu. Í ár runnu verðlaunin til Guðrúnar Helgadóttur. Innlent 16.11.2005 17:36 Alþjóðleg herferð gegn ólöglegu niðurhali Alþjóðleg samtök flytjenda og framleiðenda tónlistra hófu viðamikla herferð gegn ólöglegu niðurhali tónlistar af netinu, í gær. Fjöldi slíkra mála er rekinn fyrir dómstólum víða um heim og slík mál eru til rannsóknar á Íslandi. Innlent 16.11.2005 16:53 Íslendingur dæmdur fyrir innflutning og sölu á hassi í Finnlandi Íslendingur var í dag dæmdur í Finnlandi í eins árs og tveggja mánaða fangelsi fyrir innflutning og sölu á hassi í Finnlandi. Maðurinn, sem er á fertugsaldri, var dæmdur fyrir rétti í borginni Jyväskylä í mið-Finnlandi fyrir að hafa tvisvar flutt hass til landsins frá Hollandi, samtals 5,8 kíló, og selt það í Finnlandi. Innlent 16.11.2005 12:19 Samtök eigenda sjávarjarða hyggjast stefna íslenska ríkinu Innlent 16.11.2005 11:59 Formaður Verkalýðsfélags Akraness gagnrýnir endurskoðun samnings Formaður Verkalýðsfélags Akraness gagnrýnir líkt og Samiðn samning Samtaka Atvinnulífs og ASÍ frá í gær. Hann segir skiptar skoðanir vera um samningin og að eðlilegra hefði verið að kynna tillögurnar aðildarfélögum áður en skrifað var undir. Innlent 16.11.2005 10:24 Börnum úr Arnarneshreppi hafnað um leiksskólapláss á Akureyri Skólanefnd Akureyrarbæjar hefur hafnað fjórum börnum úr nágrannahreppnum, Arnarneshreppi, um leikskólavist í bænum. Oddviti hreppsins segir bagalegt að nefndin skuli hafa hafnað börnunum um leikskólavist enda hafi hún fengið þau skilboð að ekkert væri því til fyrirstöðu að þau fengju inni á leikskólum bæjarins. Innlent 16.11.2005 11:37 Hagnaður hjá Kögun Hagnaður Kögunar eftir skatta nam 434 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins sem er aukning um 91% frá sama tímabili 2004. Kögun samanstendur af Verk- og kerfisfræðistofunni hf., Kögurnesi ehf., Ax hugbúnaðarhúsi hf., Huga hf., Landsteinum Streng hf., Skýrr hf., Teymi hf. og Opnum kerfum Group Holding ehf. Innlent 16.11.2005 10:19 Aflabrestur á kolmunna Kolmunnaveiðin er hrunin og búið að leggja nokkrum öflugustu fiskiskipum flotans við bryggjur þar sem þau hafa ekki önnur verkefni. Áfallið snertir afkomu margra sjómanna, útvegsmanna og og fiksimjölsverksmiðja. Innlent 16.11.2005 10:09 Dagur íslenskrar tungu í dag Dagur íslenskrar tungu er í dag, 16. nóvember, en það er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar þjóðskálds. Dagsins verður minnst með margvíslegu móti, bæði í skólum, stofnunum og fyrirtækjum. Innlent 16.11.2005 00:02 Sameinað framboð til Samfylkingar og Framsóknarflokks í Reykjanesbæ Upp úr hádegi í dag mun koma í ljós hvort verði af sameiginlegu framboði Samfylkingarmanna og Framsóknarmanna til bæjarstjórnar í Reykjanesbæ. Innlent 16.11.2005 09:19 Andstaða við byggingu fiskimjölsverksmiðju á Neskaupsstað Talsverð andstaða er komin upp í bænum Leirvík á Hjaltlandi vegna áforma Síldarvinnslunnar í Neskaupstað um byggingu fiskimjölsverksmiðju í bænum, eftir því sem sjávarútvegsvefurinn skip.is greinir frá. Innlent 16.11.2005 09:15 Þekkingarnet á Austurlandi Háskólanemum á Austurlandi fjölgar um 100 % á næstu fimm árum nái áætlun starfshóps á vegum menntamálaráðuneytis fram að ganga. Starfshópurinn leggur til að stofnuð verði sjálfseignarstofnun, Þekkingarnet Austurlands, sem verði miðstöð háskólanáms, símenntunar og rannsókna í þágu atvinnulífs á svæðinu. Þekkingarnetið kæmi til með að byggja á Fræðsluneti Austurlands, auk þess að samþætta og efla það háskóla- og rannsóknarnám sem fyrir er á svæðinu. Þá yrði einnig mikil aukning í símenntun og 100 % fjölgun nema í meistara- og doktorsnámi. Innlent 15.11.2005 22:45 Íslensku farmennirnir verða eftir Slagorð Avion Group um íslenska sókn um allan heim á ekki við um íslenska farmenn í dag, segir starfsmaður farmanna- og varðskipasviðs Félags skipstjórnarmanna og finnst auglýsingar félagsins ekki lýsa raunveruleikanum sem blasir við íslenskum farmönnum. Innlent 16.11.2005 23:14 Bensínverð lækkar Olíufélögin lækkuðu verð á bensíni og gasolíu í gær og er það 16 lækkunin á sex vikum og rúmlega sjötugasta verðbreytingin á árinu. Algengt verð á bensínlítra á sjálfsafgreiðslustöðvum er nú komið niður í u.þ.b 105 krónur. Innlent 16.11.2005 08:41 Tóku við nýju frystiskipi Eimskip tóku við nýju frystiskipi í Álasundi í Noregi í gær. Skipið er 80 metra langt og sextán metrar á breidd. Það nær mest sextán sjómílna hraða á klukkustund og getur borið 2.500 tonn á 1.800 brettum og í tæplega þrjátíu 40 feta gámum á þilfari. Innlent 16.11.2005 22:42 Úrvalsvísitalan heldur áfram að hækka Úrvalsvísitalan hélt áfram að hækka í gær og fór yfir 4,800 stig, sem er enn eitt metið. Hækkun varð á flestum fyrirtækjum, en þau sem lækkuðu, lækkuðu mjög lítið. Innlent 16.11.2005 07:44 Ólafur Jóhann og Straumur Burðarás bætast í hóp hluthafa Árvakurs Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og athafnamaður, og Straumur Burðarás, undir forystu Björgólfs Thors Björgólfssonar bætast í hóp hluthafa Árvarkurs, sem gefur út Morgunblaðið, að því er Fréttablaðið greinir frá. Innlent 16.11.2005 07:35 Miðstjórn Samiðnar ósátt Miðstjórn Samiðnar, samband iðnfélaga, er ósátt við tillögur ríkisstjórnar og samkomulag hennar við aðila vinnumarkaðrins. Samiðn vildi frekar segja upp samningum og komast í beint samband við viðsemjendur sína. Innlent 15.11.2005 21:51 Miðstjórn Samiðnar ósátt við tillögur ríkissjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins Miðstjórn Samiðnar, samband iðnfélaga, er ósátt við tillögur ríkisstjórnar og samkomulag hennar við aðila vinnumarkaðarins og vildi frekar segja upp samningunum. Hún bendir á að að um 40 prósent launþega búi við kaupmáttarskerðingu á sama tíma og stórir hópar séu að fá miklar launahækkanir. Innlent 16.11.2005 07:33 Lítið meidd eftir bílveltu Kona slapp lítið meidd þegar bíll hennar valt nokkrar veltur út af veginum í Skriðdal í gærkvöldi. Hún var ein í bílnum og notaði bílbelti, þannig að hún var allann tímann skorðuð í ökumannssætið. Fljúgandi hálka var þegar slysið varð og missti konan stjórn á bílnum þótt hann hafi verið vel búinn til vetraraksturs. Innlent 16.11.2005 07:31 Gæslan tilbúin í dómsmál Ríkið hefur ekki í huga að sækja bætur vegna ólöglegs samráðs olíufélaganna nema hugsanlega fyrir stofnanir dómsmálaráðuneytisins. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir gagnaöflun vegna málsins lokið og býst við að mál verði höfðað innan skamms. Innlent 15.11.2005 22:44 Málið tekið til athugunar Árni Magnússon félagsmálaráðherra telur rétt að sest verði sérstaklega yfir málefni transgender-fólks í ljósi umfjöllunar Fréttablaðsins í gær. Innlent 15.11.2005 22:44 Íhaldssöm stefna Sigurður Guðmundsson landlæknir segir að íslensk heilbrigðisyfirvöld reki íhaldssama stefnu gagnvart kynskiptum af ýmsum ástæðum og vilji gera kynskiptiaðgerðir frekar seint, oft ekki fyrr en við 23-25 ára aldur. Innlent 15.11.2005 22:44 Jólaveröld á Akureyri Þó enn séu 38 dagar til jóla eru jólaskreytingar sums staðar farnar að setja svip sinn á bæjarlífið. Starfsmenn Akureyrarbæjar byrjuðu í gær að setja upp jólaljós í miðbæ Akureyrar og jólaskreytingar eru komnar upp við nokkur heimahús í bænum. Lífið 15.11.2005 22:44 Reiðubúinn að skoða málið Jón Kristjánsson heilbrigðismálaráðherra segir að málefni transgender-fólks hafi ekki komið inn á borð hjá sér en komi þau þangað verði farið yfir þau eins og önnur mál. Innlent 16.11.2005 00:47 Ölvaður kjaftar frá Jón Ólafsson talaði óhindrað um íslenskt stjórnkerfi á blaðamannafundi í tilefni af útkomu bókar um ævi hans og störf. Jón segir allt í bókinni vera satt. Innlent 15.11.2005 22:44 « ‹ ›
Nær fjórðungur fyrrum ráðherrar Sex fyrrum ráðherrar hafa verið skipaðir sendiherrar frá árinu 1995. Meirihluti sendiherra á þessu tímabili kemur þó úr störfum innan utanríkisþjónustunnar, eða fimmtán af 27 sendiherrum. Innlent 16.11.2005 18:07
Ein véla CIA stödd hérlendis Ein af flutningavélum leyniþjónustunnar CIA er á Reykjavíkurflugvelli. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa vélar Devon Holding & Leasing komið við hér á landi í það minnsta níu sinnum, og þær eru tíðir gestir á þeim flugvöllum sem vitað er að vélar á vegum CIA millilenda gjarnan á Möltu og Azor-eyjum en líka í Austur-Evrópu og Afganistan. Innlent 16.11.2005 18:26
Samtök iðnaðarins vara við starfsmannaleigum Samtök iðnaðarins ráðleggja félagsmönnum sínum fremur að ráða fólk til sín en að notast starfsmannaleigur. Varhugavert sé að nýta sér þjónustu starfsmannaleiga vegna óljósrar stöðu skattamála hjá þeim. Samtök iðnaðarins segja það ekki skipta máli þótt starfsmannaleigur ábyrgist skattgreiðslur starfsmanna þar eð skattayfirvöld telji fyrirtæki bera fulla ábyrgð á skattskilum þeirra sem fyrir þau vinna. Innlent 16.11.2005 17:31
Úrvalsvísitalan aldrei mælst hærri Úrvalsvísitalan sló enn eitt metið þegar hún hækkaði um 3,83% í viðskiptum dagsins. Hún mælist nú 4986 stig og hefur aldrei verið hærri, samkvæmt Greiningardeild Íslandsbanka. Frá ármótum hefur hún hækkað um 48,40%. Þau félög sem hækkuðu mest í dag eru Kaupþing Banki, Atorka Group, Jarðboranir og Landsbankinn. Það félag sem lækkaði mest í viðskiptum dagsins er SÍF um -2,54%. Innlent 16.11.2005 17:05
Guðrún Helgadóttir hlaut verðlaunin ár Í dag, miðvikudaginn 16. nóvember var hátíðardagskrá í sal Listasafns Reykjanesbæjar í Duus-húsum í Reykjanesbæ. Þar vor afhent Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir árið 2005 og sérstakar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslenskrar tungu. Í ár runnu verðlaunin til Guðrúnar Helgadóttur. Innlent 16.11.2005 17:36
Alþjóðleg herferð gegn ólöglegu niðurhali Alþjóðleg samtök flytjenda og framleiðenda tónlistra hófu viðamikla herferð gegn ólöglegu niðurhali tónlistar af netinu, í gær. Fjöldi slíkra mála er rekinn fyrir dómstólum víða um heim og slík mál eru til rannsóknar á Íslandi. Innlent 16.11.2005 16:53
Íslendingur dæmdur fyrir innflutning og sölu á hassi í Finnlandi Íslendingur var í dag dæmdur í Finnlandi í eins árs og tveggja mánaða fangelsi fyrir innflutning og sölu á hassi í Finnlandi. Maðurinn, sem er á fertugsaldri, var dæmdur fyrir rétti í borginni Jyväskylä í mið-Finnlandi fyrir að hafa tvisvar flutt hass til landsins frá Hollandi, samtals 5,8 kíló, og selt það í Finnlandi. Innlent 16.11.2005 12:19
Formaður Verkalýðsfélags Akraness gagnrýnir endurskoðun samnings Formaður Verkalýðsfélags Akraness gagnrýnir líkt og Samiðn samning Samtaka Atvinnulífs og ASÍ frá í gær. Hann segir skiptar skoðanir vera um samningin og að eðlilegra hefði verið að kynna tillögurnar aðildarfélögum áður en skrifað var undir. Innlent 16.11.2005 10:24
Börnum úr Arnarneshreppi hafnað um leiksskólapláss á Akureyri Skólanefnd Akureyrarbæjar hefur hafnað fjórum börnum úr nágrannahreppnum, Arnarneshreppi, um leikskólavist í bænum. Oddviti hreppsins segir bagalegt að nefndin skuli hafa hafnað börnunum um leikskólavist enda hafi hún fengið þau skilboð að ekkert væri því til fyrirstöðu að þau fengju inni á leikskólum bæjarins. Innlent 16.11.2005 11:37
Hagnaður hjá Kögun Hagnaður Kögunar eftir skatta nam 434 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins sem er aukning um 91% frá sama tímabili 2004. Kögun samanstendur af Verk- og kerfisfræðistofunni hf., Kögurnesi ehf., Ax hugbúnaðarhúsi hf., Huga hf., Landsteinum Streng hf., Skýrr hf., Teymi hf. og Opnum kerfum Group Holding ehf. Innlent 16.11.2005 10:19
Aflabrestur á kolmunna Kolmunnaveiðin er hrunin og búið að leggja nokkrum öflugustu fiskiskipum flotans við bryggjur þar sem þau hafa ekki önnur verkefni. Áfallið snertir afkomu margra sjómanna, útvegsmanna og og fiksimjölsverksmiðja. Innlent 16.11.2005 10:09
Dagur íslenskrar tungu í dag Dagur íslenskrar tungu er í dag, 16. nóvember, en það er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar þjóðskálds. Dagsins verður minnst með margvíslegu móti, bæði í skólum, stofnunum og fyrirtækjum. Innlent 16.11.2005 00:02
Sameinað framboð til Samfylkingar og Framsóknarflokks í Reykjanesbæ Upp úr hádegi í dag mun koma í ljós hvort verði af sameiginlegu framboði Samfylkingarmanna og Framsóknarmanna til bæjarstjórnar í Reykjanesbæ. Innlent 16.11.2005 09:19
Andstaða við byggingu fiskimjölsverksmiðju á Neskaupsstað Talsverð andstaða er komin upp í bænum Leirvík á Hjaltlandi vegna áforma Síldarvinnslunnar í Neskaupstað um byggingu fiskimjölsverksmiðju í bænum, eftir því sem sjávarútvegsvefurinn skip.is greinir frá. Innlent 16.11.2005 09:15
Þekkingarnet á Austurlandi Háskólanemum á Austurlandi fjölgar um 100 % á næstu fimm árum nái áætlun starfshóps á vegum menntamálaráðuneytis fram að ganga. Starfshópurinn leggur til að stofnuð verði sjálfseignarstofnun, Þekkingarnet Austurlands, sem verði miðstöð háskólanáms, símenntunar og rannsókna í þágu atvinnulífs á svæðinu. Þekkingarnetið kæmi til með að byggja á Fræðsluneti Austurlands, auk þess að samþætta og efla það háskóla- og rannsóknarnám sem fyrir er á svæðinu. Þá yrði einnig mikil aukning í símenntun og 100 % fjölgun nema í meistara- og doktorsnámi. Innlent 15.11.2005 22:45
Íslensku farmennirnir verða eftir Slagorð Avion Group um íslenska sókn um allan heim á ekki við um íslenska farmenn í dag, segir starfsmaður farmanna- og varðskipasviðs Félags skipstjórnarmanna og finnst auglýsingar félagsins ekki lýsa raunveruleikanum sem blasir við íslenskum farmönnum. Innlent 16.11.2005 23:14
Bensínverð lækkar Olíufélögin lækkuðu verð á bensíni og gasolíu í gær og er það 16 lækkunin á sex vikum og rúmlega sjötugasta verðbreytingin á árinu. Algengt verð á bensínlítra á sjálfsafgreiðslustöðvum er nú komið niður í u.þ.b 105 krónur. Innlent 16.11.2005 08:41
Tóku við nýju frystiskipi Eimskip tóku við nýju frystiskipi í Álasundi í Noregi í gær. Skipið er 80 metra langt og sextán metrar á breidd. Það nær mest sextán sjómílna hraða á klukkustund og getur borið 2.500 tonn á 1.800 brettum og í tæplega þrjátíu 40 feta gámum á þilfari. Innlent 16.11.2005 22:42
Úrvalsvísitalan heldur áfram að hækka Úrvalsvísitalan hélt áfram að hækka í gær og fór yfir 4,800 stig, sem er enn eitt metið. Hækkun varð á flestum fyrirtækjum, en þau sem lækkuðu, lækkuðu mjög lítið. Innlent 16.11.2005 07:44
Ólafur Jóhann og Straumur Burðarás bætast í hóp hluthafa Árvakurs Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og athafnamaður, og Straumur Burðarás, undir forystu Björgólfs Thors Björgólfssonar bætast í hóp hluthafa Árvarkurs, sem gefur út Morgunblaðið, að því er Fréttablaðið greinir frá. Innlent 16.11.2005 07:35
Miðstjórn Samiðnar ósátt Miðstjórn Samiðnar, samband iðnfélaga, er ósátt við tillögur ríkisstjórnar og samkomulag hennar við aðila vinnumarkaðrins. Samiðn vildi frekar segja upp samningum og komast í beint samband við viðsemjendur sína. Innlent 15.11.2005 21:51
Miðstjórn Samiðnar ósátt við tillögur ríkissjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins Miðstjórn Samiðnar, samband iðnfélaga, er ósátt við tillögur ríkisstjórnar og samkomulag hennar við aðila vinnumarkaðarins og vildi frekar segja upp samningunum. Hún bendir á að að um 40 prósent launþega búi við kaupmáttarskerðingu á sama tíma og stórir hópar séu að fá miklar launahækkanir. Innlent 16.11.2005 07:33
Lítið meidd eftir bílveltu Kona slapp lítið meidd þegar bíll hennar valt nokkrar veltur út af veginum í Skriðdal í gærkvöldi. Hún var ein í bílnum og notaði bílbelti, þannig að hún var allann tímann skorðuð í ökumannssætið. Fljúgandi hálka var þegar slysið varð og missti konan stjórn á bílnum þótt hann hafi verið vel búinn til vetraraksturs. Innlent 16.11.2005 07:31
Gæslan tilbúin í dómsmál Ríkið hefur ekki í huga að sækja bætur vegna ólöglegs samráðs olíufélaganna nema hugsanlega fyrir stofnanir dómsmálaráðuneytisins. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir gagnaöflun vegna málsins lokið og býst við að mál verði höfðað innan skamms. Innlent 15.11.2005 22:44
Málið tekið til athugunar Árni Magnússon félagsmálaráðherra telur rétt að sest verði sérstaklega yfir málefni transgender-fólks í ljósi umfjöllunar Fréttablaðsins í gær. Innlent 15.11.2005 22:44
Íhaldssöm stefna Sigurður Guðmundsson landlæknir segir að íslensk heilbrigðisyfirvöld reki íhaldssama stefnu gagnvart kynskiptum af ýmsum ástæðum og vilji gera kynskiptiaðgerðir frekar seint, oft ekki fyrr en við 23-25 ára aldur. Innlent 15.11.2005 22:44
Jólaveröld á Akureyri Þó enn séu 38 dagar til jóla eru jólaskreytingar sums staðar farnar að setja svip sinn á bæjarlífið. Starfsmenn Akureyrarbæjar byrjuðu í gær að setja upp jólaljós í miðbæ Akureyrar og jólaskreytingar eru komnar upp við nokkur heimahús í bænum. Lífið 15.11.2005 22:44
Reiðubúinn að skoða málið Jón Kristjánsson heilbrigðismálaráðherra segir að málefni transgender-fólks hafi ekki komið inn á borð hjá sér en komi þau þangað verði farið yfir þau eins og önnur mál. Innlent 16.11.2005 00:47
Ölvaður kjaftar frá Jón Ólafsson talaði óhindrað um íslenskt stjórnkerfi á blaðamannafundi í tilefni af útkomu bókar um ævi hans og störf. Jón segir allt í bókinni vera satt. Innlent 15.11.2005 22:44