Innlent

Tóku við nýju frystiskipi

Eimskip tóku við nýju frystiskipi í Álasundi í Noregi í gær. Skipið er 80 metra langt og sextán metrar á breidd. Það nær mest sextán sjómílna hraða á klukkustund og getur borið 2.500 tonn á 1.800 brettum og í tæplega þrjátíu 40 feta gámum á þilfari.

Nýja skipið nefnist Svartfoss og er fyrsta nýsmíðin í sínum stærðarflokki í tæpa tvo áratugi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×