Innlent

Samtök eigenda sjávarjarða hyggjast stefna íslenska ríkinu

Samtök eigenda sjávarjarða hyggjast stefna íslenska ríkinu á næstunni til að fá rétt sinn til veiða úr eigin landi endurheimtan. Þeir fagna því að mál manns, sem dæmdur var fyrir að veiða á eigin landi, skuli nú komið til athugunar hjá Mannréttindadómstólnum.

 

Maður sem fyrir hálfu öðru ári var dæmdur fyrir brot á fiskveiðilöggjöf hefur fengið lögmann sinn, Ragnar Aðalsteinsson, til að vísa máli sínu til mannréttindadómstóls Evrópu. Brot mannsins snerist um ólöglegar veiðar í svokölluðu netalögum eigin jarðar. Vill maðurinn meina að það að honum sé bannað að stunda veiðar á kvótasettum tegundum við jörð sína, enda nái jörð hans 115 metra frá stórsraumsfjöru og því sé um eignaupptöku að ræða. sem brjóti í bága við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Ómar Antonsson er formaður Samtaka eigenda Sjávarjarða; fjögurra ára samtaka sem berjast fyrir rétti jarðeiganda til veiða innan síns lands. Við kvótasetningu fisktegunda við Ísland var bændum meinað að veiða við jarðir sínar án þess að eiga kvóta og því una þeir ekki. Ómar segist samtökin fagna því að máli mannsins skuli vísað til Mannréttindadómstólsins en segir samtökin einnig hafa önnur áform í viðleitni sinni til að fá rétt sinn virtan en samtökin samtökin hyggjast leggja fram stefnu gegn íslenska ríkinu í desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×