Innlent

Gæslan tilbúin í dómsmál

Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar segir mikla vinnu hafa verið lagða í að taka saman upplýsingar um tjón af völdum samráðs olíufélaganna.
Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar segir mikla vinnu hafa verið lagða í að taka saman upplýsingar um tjón af völdum samráðs olíufélaganna.

Ríkið hefur ekki í huga að sækja bætur vegna ólög­legs samráðs olíufélaganna nema hugsanlega fyrir stofnanir dóms­mála­ráðu­neytis­ins. Georg Lárusson, forstjóri Land­helgis­gæslunnar, segir gagna­öflun vegna málsins lokið og býst við að mál verði höfðað innan skamms.

Það verður gert í sam­ráði við dómsmálaráðuneytið og ríkis­lögmann, en af okkar hálfu er allt tilbúið, segir hann. Útlit er því fyrir að Landhelgisgæslan verði fyrst ríkisfyrirtækja til að höfða mál á hendur olíufélögunum. Í sektarúrskurði Samkeppnis­ráðs frá því í októberlok í fyrra eru tiltekin dæmi um brot gegn Vegagerð ríkisins, sam­ráð við útboð Ríkiskaupa á smur­þjónustu bifreiða og fleiri þætti sem að ríkinu snúa.

Ármann Kr. Ólafsson, aðstoðar­maður fjármálaráðherra, segir að eftir að niðurstaða áfrýjunarnefndar samkeppnismála hafi legið fyrir hafi verið ákveðið að slá af frekari málshöfðanir.

Samkvæmt niður­stöðu áfrýj­unar­nefndar­innar virðist samráðið ein­göngu eiga við um stofnanir dóms­málaráðu­neytisins, segir hann og kvað mál ekki verða höfðað á grundvelli annarra gagna. Hann útilokaði þó ekki að einstakar stofnanir, svo sem Vegagerðin, gætu sjálfar höfðað skaðabótamál á hendur olíufélögunum væru þær ósammála áliti áfrýjunarnefndar samkeppnismála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×