Innlent

Samtök iðnaðarins vara við starfsmannaleigum

MYND/Visir

Samtök iðnaðarins ráðleggja félagsmönnum sínum fremur að ráða fólk til sín en að notast starfsmannaleigur.

Varhugavert sé að nýta sér þjónustu starfsmannaleiga vegna óljósrar stöðu skattamála hjá þeim. Samtök iðnaðarins segja það ekki skipta máli þótt starfsmannaleigur ábyrgist skattgreiðslur starfsmanna þar eð skattayfirvöld telji fyrirtæki bera fulla ábyrgð á skattskilum þeirra sem fyrir þau vinna.

Reglur um starfsemi starfsmannaleiga eru ófullkomnar og mikil áhöld um hvernig og hvar skuli greiða skatta og önnur gjöld starfsfólks. Fjölmörg álitamál eru óleyst og miklu skiptir hvort starfsfólk kemur frá EES svæðinu eða ekki. Þá eru tvísköttunarsamningar milli Íslands og annarra ríkja ólíkir og í sumum tilvikum engir. Því telja Samtök iðnaðarins að svo stöddu að öruggara sé að ráða fólk til sín en að leigja krafta þess.

Samtök iðnaðarins benda jafnframt á að hægt sé að notast við þjónustu starfsmannaleiga til að hafa uppi á starfsfólki en öruggast sé að afla atvinnu- og dvalarleyfis og setja starfsmenn á launaskrá.

Þá er vakin athygli á því að nú er orðið mun auðveldara og fljótlegra að afla leyfa vegna innflutnings starfsfólks en áður var.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×