Innlent

Reiðubúinn að skoða málið

Jón Kristjánsson heilbrigðismálaráðherra segir að málefni transgender-fólks hafi ekki komið inn á borð hjá sér en komi þau þangað verði farið yfir þau eins og önnur mál.

"Ég er alltaf reiðubúinn að fara yfir mál og kynna mér þau og vil ekki segja meira um það á þessu stigi. Það hafa engar kvartanir komið upp á mitt borð, ekki ennþá, en ég er alltaf reiðubúinn að skoða mál sem til mín berast," segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×