Innlent

Aflabrestur á kolmunna

Mynd/GVA

Kolmunnaveiðin er hrunin og búið að leggja nokkrum öflugustu fiskiskipum flotans við bryggjur þar sem þau hafa ekki önnur verkefni. Áfallið snertir afkomu margra sjómanna, útvegsmanna og og fiksimjölsverksmiðja.

Aflinn í ár er aðeins orðinn um 260 þúsund tonn, var 420 þúsund tonn í fyrra og rúmlega 500 þúsund tonn í hitteðfyrra, eða tvöfalt meiri en núna. Enn áhrifaríkara er að bera saman kolmunnaaflann í október í ár, og í fyrra, en hann var aðeins sautján hundruð tonn í ár, en 51,600 tonn í október í fyrra. Í þessum eina mánuði hefur aflinn hrunið um umþaðbil 50 þúsund tonn. Undanfarin ár hafa útvegsmenn lagt mikið í sölurnar við að byggaj þessar veiðar upp, sem hófust fyrir tiltölulega fáum árum. Þeir hafa breytt og stækkað skip sín, skipt um vélar og jafnvel keypt ný skip, sem mörg hver eru nú verkefnalaus. Hátt í 20 stór skip haf byggt afkomu sína af þessum veiðum, með 13 til 15 manna áhöfn hvert. Stærstu fyrirtæki í veiðunum hafa verið HB Grandi, Eskja, Síldarvinnslan og Samherji. Aflabresturinn lýsir sér í því að kolmunninn er nú mun dreifðari en áður og á það bæði við íslensku og færeysku lögsöguna. Fiskifræðingar vilja engu spá um framhaldið. Einn hagsmunahópur enn á þarna um sást að binda, en það er þorskstofninn, sem mikið hefur étið af kolmunna suðuaustur af landinu síðustu misseri, sér til viðgangs, þannig að brotthvarf kolmunnans mun að líkindum líka koma niður á þorskstofninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×