Innlent

Íhaldssöm stefna

Erfitt að fóta sig. Sigurður Guðmundsson landlæknir segir að transgender-einstaklingar eigi oft erfitt með að fóta sig félagslega eftir aðgerðina. Því reki yfirvöld íhaldssama stefnu.
Erfitt að fóta sig. Sigurður Guðmundsson landlæknir segir að transgender-einstaklingar eigi oft erfitt með að fóta sig félagslega eftir aðgerðina. Því reki yfirvöld íhaldssama stefnu.

Sigurður Guðmundsson landlæknir segir að íslensk heilbrigðisyfirvöld reki íhaldssama stefnu gagnvart kynskiptum af ýmsum ástæðum og vilji gera kynskiptiaðgerðir frekar seint, oft ekki fyrr en við 23-25 ára aldur.

"Sumir vilja gera aðgerðir strax og jafnvel á unglingum með þeim rökum að þetta tilfinningalega mynstur komi mjög fljótt hjá þeim sem í raun og veru hafi það meðan aðrir telja rétt að krefjast fulls þroska af viðkomandi og að sjúkdómsgreiningin sé hafin yfir vafa því að þetta sé óafturkræf breyting," segir Sigurður.

Einstaklingar sem fara í kynskiptiaðgerðir verða oft sáttari við líf sitt og lífsstíl en þess eru líka mörg dæmi að aðgerðin verði fólkinu erfið í skauti og viðkomandi eigi erfitt með að fóta sig félagslega, til dæmis gagnvart fjölskyldu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×