Innlent

Andstaða við byggingu fiskimjölsverksmiðju á Neskaupsstað

Talsverð andstaða er komin upp í bænum Leirvík á Hjaltlandi vegna áforma Síldarvinnslunnar í Neskaupstað um byggingu fiskimjölsverksmiðju í bænum, eftir því sem sjávarútvegsvefurinn skip.is greinir frá.

Heimamenn í Leirrvík á Hjaltlandi sem lýst hafa yfir andstöðu við uppsetningu verksmiðjunnar, sem áður var í Sandgerði, óttast mengun frá verksmiðjunni og segja uppsetningu hennar tímaskekkju meðan verið sé að loka samskonar verksmiðjum í Noregi og á Íslandi. Þó íbúar séu margir ekki hrifnir hefur þó yfirvaldið; Hjaltlandseyjaráðið, ákveðið að verja 540 milljónum til hafnargerðar í tengslum við uppsetningu verksmiðjunnar auk þess sem þróunarsjóður Hjaltlands hefur samþykkt að verja jafnvirði 54 milljóna til stuðnings uppsetningu hennar, en heildarkostnaður við verksmiðjuna er talinn um 1,6 milljarðar. Áætlað er að fimmtán störf skapist með tilkomu hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×