Innlent

Fréttamynd

Vill útskýringu ráðuneytisins

Forsvarsmenn Félags eldri borgara í Reykjavík gengu á fund umboðsmanns Alþingis í síðustu viku í leit að svörum um hvort breytingar í reglugerðum Heilbrigðisráðuneytisins gengu þvert á lög um almannatryggingar. Breytingar þessar hafa stöðvað greiðslur Tryggingastofnunar til fjölmargra ellilífeyrisþega.

Innlent
Fréttamynd

TF-LÍF flytur búnað á fjall

Á laugardaginn var settur upp fjarskiptaendurvarpi á Hjörleifshöfða. TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, flutti búnaðinn og rafgeyma á staðinn og sáu meðlimir björgunarsveitarinnar Víkverja ásamt Sigurði Harðarsyni rafendavirkja um uppsetninguna.

Innlent
Fréttamynd

Vill flugvöllinn í Vatnsmýri

Félagsmenn í Flugmálafélagi Íslands telja það óviðunandi að leggja niður innanlandsflugvöll á höfuðborgarsvæðinu. Enn fráleitari segja þeir hugmyndina vera um að flytja starfsemi Reykjavíkurflugvallar til Keflavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Ánægja með skólana

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, afhenti síðastliðinn föstudag öllum leikskólastjórum leikskólanna þrettán á Akureyri sérstaka viðurkenningu fyrir framúrskarandi faglegt starf og góða þjónustu við bæjarbúa.

Innlent
Fréttamynd

Frumvarp á Alþingi

Lagafrumvarp um rannsóknarnefndir hefur verið lagt fram á Alþingi. Frumvarpinu er ætlað að bæta úr þeirri staðreynd að í íslenskum lögum er ekki gert ráð fyrir skipun almennra og óháðra rannsóknarnefnda, sem rannsakað geta mál yfirvalda eða stjórnvaldsathafnir er varða almannahag. Slíkar nefndir og lög um þær er að finna í mörgum nágrannaríkjanna. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.

Innlent
Fréttamynd

Nafn manns sem ekið var á í nótt á huldu

Enn er nafn gangandi vegfaranda sem ekið var á í nótt á huldu. Maðurinn, sem er á miðjum aldri, liggur mikið slasaður og meðvitundarlaus á gjörgæsludeild Landspítala Háskólasjúkrahúss. Atvikið átti sér stað á Miklubraut um hálf þrjú leytið í nótt. Maðurinn var skilríkjalaus og biður lögreglan þá sem telja sig geta veitt einhverjar upplýsingar um manninn að hafa samband.

Innlent
Fréttamynd

BSRB vill að ríkisstjórn Íslands stöðvi GATS samninginn

BSRB mun beita sér fyrir því að ríkisstjórn Íslands stöðvi GATS samninginn, segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB. Á fundi Alþjóðlegra samtaka launafólks í almannaþjónustu, PSI, í síðustu viku var rætt um vaxandi áherslu Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar á einkavæðingu almannaþjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Útboð á nýju varðskipi er að hefjast

Útboð á nýju varðskipi fyrir Landhelgisgæsluna er að hefjast. Ákveðið hefur verið að útboðið verði lokað. Frestur til að taka þátt í lokuðu útboði er til 12. janúar, en útboðsgögn verða síðan afhent rúmum mánuði síðar.

Innlent
Fréttamynd

Sex ungmenni slösuð eftir árekstur í nótt

Sex ungmenni á aldrinum fimmtán til átján ára slösuðust þegar fólksbíll keyrði útaf vegi í hálku fyrir ofan Laugavatn í nótt. Þrír voru fluttir beint á Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi en þrír til aðhlynnslu á heilsugæslustöðinni á Selfossi. Ekki er grunur um ölvun og eru farþegarnir ekki taldir í lífshættu.

Innlent
Fréttamynd

Karlar gráta allt of sjaldan

Mikið mæðir á starfsmönnum kirkjunnar á aðventunni og Hreggviður Hreggviðsson, kirkjuvörður, meðhjálpari og útfararstjóri Borgarneskirkju hlakkar til desemberdaganna þegar fólk skilur asa jólaundirbúningsins eftir á kirkjutröppunum og sækir í friðinn innandyra. Hann segir mennina breytast á þessum árstíma.

Lífið
Fréttamynd

Sjávarsíki að danskri fyrirmynd

Miðbæ Akureyrar verður umbylt á næstu árum í því augnamiði að glæða hann lífi. Verkefnið í heild mun taka mörg ár en fyrstu sýnilegu framkvæmdirnar verða við sjávarsíki sem ekki á sér hliðstæðu á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Lognið í auga Stormsins

Sigurður Þórður Ragnarsson veðurfræðingur eða Siggi Stormur eins og hann er stundum kallaður er ekki maður sem gustar af; hann stormar ekki gegnum lífið með bægslagangi. Hann er þvert á móti rólegur og yfirvegaður. Samt er engin lognmolla kringum hann því maðurinn er glettinn og glaðsinna og það er stutt í brosið.

Innlent
Fréttamynd

Í eina sæng eftir árs aðlögun

"Markmiðið er að félögin sameinist eftir eins árs trúlofunartímabil. Þetta er þó þannig að það er hægt að bakka út ef mönnum líkar ekki sambúðin, ef svo má að orði komast," segir Gunnar Páll Pálsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur, um fyrirhugaða sameiningu VR og Verslunarmannafélags Hafnarfjarðar.

Innlent
Fréttamynd

Ungir karlar löghlýðnari

Ungum ökumönnum á aldrinum 17-18 ára, sem eiga aðild að slysum, hefur fækkað mjög mikið á síðustu sex árum, um tæp 27 prósent. Ungar konur eiga hins vegar jafn oft aðild að slysum og áður.

Innlent
Fréttamynd

Betri vinnukraftar

Um 140 starfsmenn í landvinnslu Brims á Akureyri hafa undanfarna daga tekið þátt í sérstöku heilsuátaki með það að markmiði að efla heilsuvitund starfsfólksins og stuðla að bættri líðan.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðkirkjan nýtur sérstöðu

"Framsetning Hjartar Magna veldur ákveðnum misskilningi," segir Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir upplýsingafulltrúi hjá Þjóðkirkjunni. Hjörtur Magni Jóhannsson fríkirkjuprestur sagði það hróplega mismunun að þjókirkjan fengi hátt á fjórða milljarð frá ríkinu meðan trúfélög fengju aðeins sóknargjöld.

Innlent
Fréttamynd

Nefndarmaður sat báðum megin borðs

Nefndarmaður í skipulagsnefnd Garðabæjar gæti hafa verið vanhæfur til að taka þátt í breytingu á aðalskipulagi í Urriðaholti, sem er í eigu sjóðs Oddfellow-reglunnar. Um það er þó ekki hægt að fullyrða, þó hann sitji í stjórn sjóðsins.

Innlent
Fréttamynd

Yfir 200 eldri borgarar funda

Fimm Alþingismenn sátu undir kraftmiklum ádeilum eldri borgara á afar fjölmennum fundi um kjara- og hagsmunamál eftirlaunaþega í Reykjavík gær.

Innlent
Fréttamynd

Vikið frá hundabanni

Hundar viðruðu mannfólkið sitt í gær þegar Hundaræktarfélag Íslands stóð fyrir árlegri gönguferð niður Laugaveginn. Hundar eru yfirleitt bannaðir á Laugaveginum en einu sinni á ári fá þeir undanþágu til að skoða jólaljósin.

Innlent
Fréttamynd

Slagur um velferð

Stjórnarandstæðingar telja stjórnarflokkana vísvitandi stuðla að aukinni misskiptingu í landinu í miðri góðæristíð, meðal annars með skattkerfisbreytingum. Stjórnarliðar segja þetta ósannindi og benda á góðan hag ríkissjóðs.

Innlent
Fréttamynd

Mikil rykmengun í borginni

Mikil rykmengun hefur mælst í Reykjavík síðustu daga, að sögn Lúðvíks Gústafssonar hjá mengunarvarnasviði Umhverfis­sviðs. Mest varð mengunin á álagstímum í umferðinni, en þá fór hún yfir 500 míkrógrömm á rúmmetra. Veður hefur verið þurrt og stillt og margir á nagladekkjum sem auka enn á mengunina.

Innlent
Fréttamynd

Segir að vegið sé að verkamönnum

Vinnuveitandi segir starfsfólki sínu misboðið vegna ágangs yfirvalda. Húsnæðið sem þeir búa í var áður sólbaðsstofa. Heilbrigðisfulltrúi Akraness segir aðstöðu starfsmanna ekki svo slæma. Tveir starfsmenn hafa ekki tilskilin leyfi.

Innlent
Fréttamynd

Fimm handteknir

Lögreglan í Keflavík handtók fimm í tveimur fíkniefnamálum á föstudagskvöldið. Voru fjórir handteknir í húsi í Keflavík, þar af tveir með amfetamín í fórum sínum. Húsleit var gerð með aðstoð leitarhunds og fundust fjögur grömm af meintu amfetamíni í ískáp.

Innlent
Fréttamynd

Handtekinn í Kringlunni

Átján ára piltur var handtekinn í Kringlunni seinnipartinn föstudag þar sem hann fór um veifandi loftskammbyssu. Áður en hann var handtekinn hafði hann skotið stúlku í fótinn með plastkúlu.

Innlent
Fréttamynd

Ólafur Þór í efsta sæti

Ólafur Þór Gunnarsson varð efstur í forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Kópavogi sem var haldið í gær. Kosið var um fjögur efstu sætin og hafði verið ákveðið að listi flokksins skyldi verða fléttulisti.

Innlent
Fréttamynd

Einfalt að minnka svifryk

Með því að þrífa götur borgarinnar oftar væri hægt að koma í veg fyrir að dögum saman sé mengun í Reykjavík langt yfir mörkum, eins og nú er.

Innlent
Fréttamynd

Eldri borgarar krefjast betri kjara

Eldri borgarar vilja betri kjör, stytta biðlista á hjúkrunarheimili og geta búið lengur heima. Þetta kom fram á fundi sem eldri borgarar héldu í dag þar sem meðal annars fulltrúar allra stjórnmálaflokkanna voru krafðir um framtíðarsýn síns flokks í málefnum eldri borgara.

Innlent
Fréttamynd

Níðingsverk

Þrír piltar réðust á útigangsmann í Reykjavík, helltu yfir hann vatni og hveiti, og höfðu gaman af. Myndband af árásinni var svo sett á Netið öðrum til skemmtunar - að sögn eins forsprakkanna.

Innlent