Innlent

TF-LÍF flytur búnað á fjall

Þyrla Landhelgisgæslunnar
TF-LÍF flutti nauðsynlegan búnað á Hjörlefshöfða þar sem settur var upp endurvarpi.
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF flutti nauðsynlegan búnað á Hjörlefshöfða þar sem settur var upp endurvarpi.

Á laugardaginn var settur upp fjarskiptaendurvarpi á Hjörleifshöfða. TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, flutti búnaðinn og rafgeyma á staðinn og sáu meðlimir björgunarsveitarinnar Víkverja ásamt Sigurði Harðarsyni rafendavirkja um uppsetninguna.

Endurvarpanum er ætlað það hlutverk að auka samskiptaöryggi ef kemur til eldsumbrota í Kötlu. Fyrir eru endurvarpar á Háfelli og í fjallinu Höttu en hugsanlegt er að eldgos gæti haft áhrif á virkni þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×