Innlent

Ánægja með skólana

Gaman í vinnunni. Leikskólastjórarnir þrettán. Bæjarstjóri Akureyrar segir mikla grósku og hugmyndaauðgi í leikskólastarfinu og að mikill mannauður sé fólginn í starfsfólki skólanna.
Gaman í vinnunni. Leikskólastjórarnir þrettán. Bæjarstjóri Akureyrar segir mikla grósku og hugmyndaauðgi í leikskólastarfinu og að mikill mannauður sé fólginn í starfsfólki skólanna.

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, afhenti síðastliðinn föstudag öllum leikskólastjórum leikskólanna þrettán á Akureyri sérstaka viðurkenningu fyrir framúrskarandi faglegt starf og góða þjónustu við bæjarbúa.

Samkvæmt skoðanakönnun meðal foreldra leikskólabarna sem gerð var að frumkvæði skólanefndar Akureyrarbæjar í janúar síðastliðnum eru 95 prósent foreldra ánægð með leikskólana í bænum og 92 prósent sögðu að skólarnir mættu þörfum barnanna.

"Niðurstöður úr lífskjarakönnun sem IMG Gallup gerði fyrir Akureyrarbæ eru samhljóma. Þar sögðu 95,7 prósent aðspurðra að þeir teldu að leikskólarnir veittu góða þjónustu og 78,5 prósent sögðu að það væri auðvelt að fá leikskólapláss hér á Akureyri," sagði Kristján Þór við athöfn sem haldin var starfsmönnum leikskólanna til heiðurs í Listasafninu á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×