Innlent

Ungir karlar löghlýðnari

Konurnar jafn oft í slysum og áður. Ungir karlar, sérstaklega á aldrinum 17-18 ára, eiga sjaldnar aðild að slysum en áður en tölfræðin varðandi ungar konur hefur staðið í stað, þær eiga jafn oft aðild að slysum og áður.
Konurnar jafn oft í slysum og áður. Ungir karlar, sérstaklega á aldrinum 17-18 ára, eiga sjaldnar aðild að slysum en áður en tölfræðin varðandi ungar konur hefur staðið í stað, þær eiga jafn oft aðild að slysum og áður.

Ungum ökumönnum á aldrinum 17-18 ára, sem eiga aðild að slysum, hefur fækkað mjög mikið á síðustu sex árum, um tæp 27 prósent. Ungar konur eiga hins vegar jafn oft aðild að slysum og áður.

Ungum ökumönnum í slysum hefur fækkað um tólf prósent á tímabilinu 1999-2004 á meðan heildarfjöldi ökumanna sem eiga aðild að slysum hefur aukist um rúm átta prósent.

Sambærilegar breytingar hafa orðið á söfnun refsipunkta í öku­ferilskrá. Löghlýðni ungra karla hefur aukist frá árinu 2000 en langflestir þeirra sem fá refsipunkta eru á aldrinum 17-25 ára.

Ekki er verulegur munur milli kynja hvað varðar tíðni að teknu tilliti til þátttöku karla og kvenna í umferðinni. Einnig er óverulegur munur á alvarleika slysa milli kynja. Eldri ökumenn eru þó í áhættuhópi í umferðinni, sérstaklega konur sextíu ára og eldri. Þær greinast fyrr í áhættuhópi en karlar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×