Innlent

Í eina sæng eftir árs aðlögun

Gunnar Páll Pálsson, formaður VR segir að endanleg sameining gangi í gegn í byrjun árs 2007 að því gefnu að bæði félögin séu sátt við framkvæmdina.
Gunnar Páll Pálsson, formaður VR segir að endanleg sameining gangi í gegn í byrjun árs 2007 að því gefnu að bæði félögin séu sátt við framkvæmdina.

"Markmiðið er að félögin sameinist eftir eins árs trúlofunartímabil. Þetta er þó þannig að það er hægt að bakka út ef mönnum líkar ekki sambúðin, ef svo má að orði komast," segir Gunnar Páll Pálsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur, um fyrirhugaða sameiningu VR og Verslunarmannafélags Hafnarfjarðar.

Verslunarmannafélag Hafnarfjarðar mun kynna samninginn fyrir félagsmönnum á mánudaginn og halda atkvæðagreiðslu um sameininguna. Á aðlögunartímanum munu félagar í VH öðlast sömu réttindi og félagar í VR. Félögin verða rekin eins og eitt en þó verða allar eignir aðskildar þangað til aðlögunartímanum lýkur.

Þegar þar að kemur munu bæði félögin taka afstöðu til þess hvort af fullri sameiningu verður. Gunnar Páll segir að viðræður um sameininguna hafi staðið um nokkurt skeið og séu núna að skila árangri.

Á nýafstöðnu þingi Landssambands íslenskra verslunarmannafélaga var samþykkt að kanna hvort vilji væri til aukins samstarfs og mögulegra sameininga versunarmannafélaganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×