Innlent

Betri vinnukraftar

Með sól í sinni. Andrea Waage hefur umsjón með heilsuátakinu en á meðal þeirra sem veittu starfsmönnum fræðslu og góð ráð var Ingimar Guðmundsson, sjúkraþjálfari hjá Eflingu sjúkraþjálfun.
Með sól í sinni. Andrea Waage hefur umsjón með heilsuátakinu en á meðal þeirra sem veittu starfsmönnum fræðslu og góð ráð var Ingimar Guðmundsson, sjúkraþjálfari hjá Eflingu sjúkraþjálfun.

Um 140 starfsmenn í landvinnslu Brims á Akureyri hafa undanfarna daga tekið þátt í sérstöku heilsuátaki með það að markmiði að efla heilsuvitund starfsfólksins og stuðla að bættri líðan.

Dagskrá átaksins var mjög fjölbreytt en á meðal þess sem boðið var upp á í vinnutíma var jóga, nudd og fræðsla af margvíslegum toga. Andrea Waage, starfsmaður Brims, hafði umsjón með átakinu og segist hún vænta þess að bætt líkamleg og andleg líðan starfsmanna skili fyrirtækinu betri vinnukröftum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×