Innlent

Handtekinn í Kringlunni

Átján ára piltur var handtekinn í Kringlunni seinnipartinn föstudag þar sem hann fór um veifandi loftskammbyssu. Áður en hann var handtekinn hafði hann skotið stúlku í fótinn með plastkúlu.

Pilturinn var yfirheyrður og honum gerð grein fyrir alvarleika málsins en lögreglan í Reykjavík segir að ekki sé tekið á því af neinni lindkind séu menn með einhvers konar skotvopn eða eftirlíkingar af slíku á almannafæri.

Var piltinum sleppt að yfirheyrslum loknum. Í fyrstu var hann afar ósáttur með afskipti lögreglu en hafði áttað sig á alvarleika málsins þegar á leið að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×