Innlent

Vill flugvöllinn í Vatnsmýri

Flugvöllurinn í Reykjavík. 
Félagar í Flugmálafélaginu vilja hann á sínum stað.
Flugvöllurinn í Reykjavík. Félagar í Flugmálafélaginu vilja hann á sínum stað.

Félagsmenn í Flugmálafélagi Íslands telja það óviðunandi að leggja niður innanlandsflugvöll á höfuðborgarsvæðinu. Enn fráleitari segja þeir hugmyndina vera um að flytja starfsemi Reykjavíkurflugvallar til Keflavíkur.

Þetta kemur fram í samþykkt félagsins frá síðasta ársfundi. Félagsmenn segja að þó flugstarfsemi Reykjavíkurflugvallar taki nokkurt landrými sé þjónustan og starfsemin sem völlurinn veiti nauðsynleg höfuðborgarsvæðinu og ekki síður landsbyggðinni, sérstaklega þegar litið sé til sjúkraflugs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×