Innlent

Fréttamynd

Ekkert frekara grjóthrun í Óshlíð

Ekkert frekara grjóthrun hefur orðið í Óshlíð á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur eftir að nokkur björg, tvö til fjögur tonn að þyngd, féllu niður á veginn á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Svo vel vildi til að engin átti leið um veginn í sama mund og hrunið varð og hlutust því engin slys af.

Innlent
Fréttamynd

Handtekinn með fíkniefni eftir eltingarleik

Ökumaður bíls, sem var á leið niður Ártúnsbrekkuna á sjötta tímanum í morgun, gaf allt í botn þegar hann sá lögreglubíl gefa sér stöðvunarmerki. Hann ók á miklum hraða niður í Mörkina þar sem hann nauðhemlaði, stökk út úr bílnum og tók til fótanna. Það gerðu lögreglumenn líka og hlupu hann uppi.

Innlent
Fréttamynd

Slagar upp í Kárahnjúka

Áætlanir Orkuveitu Reyk­ja­vík­ur gera ráð fyrir að ár­ið 2011 slagi raf­orku­framleiðsla á Hengils­svæði­nu á Hellis­heiði upp í Kára­hnjúka­virkj­un. Gangi vonir tengd­ar djúp­bor­un eftir má gera ráð fyrir tölu­vert meiri orku.

Innlent
Fréttamynd

Starfsmannaleiga innsigluð

Fulltrúar frá sýslumanninum í Hafnarfirði stöðvuðu starfsemi starfsmannaleigunar Tveir plús einn þar í bæ vegna vangoldinna vörsluskatta. Um 60 til 70 manns starfa hjá fyrirtækinu.

Innlent
Fréttamynd

Heimabankaþjófur játar milljónastuld

Maðurinn sem setið hefur í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa stolið úr heimabönkum hefur játað. Ekki hefur dregið úr notkun fólks á netbönkum þrátt fyrir umrædd þjófnaðarmál.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei fleiri börn í Barnahús

Það sem af er árinu 2005 hefur 227 börnum verið vísað í Barnahús vegna gruns um kynferðislegt ofbeldi gagnvart þeim. Er það metfjöldi ábendinga. Að sögn Vigdísar Erlendsdóttur, forstöðumanns Barnahúss er fyrra met, samanborið við sama árshluta, 210 börn á árinu 2003.

Innlent
Fréttamynd

Látinn þegar lögregla kom að

Þrjátíu og átta ára karlmaður lést þegar bifreið sem hann ók lenti út af Svalbarðsstrandarvegi við bæinn Sætún í austanverðum Eyjafirði í gærmorgun. Eldur kom upp í bifreiðinni, sem hafnaði á hvolfi, en vegfarendum sem að slysinu komu tókst ekki að slökkva eldinn með handslökkvitæki.

Innlent
Fréttamynd

Lítil ástæða til bjartsýni

"Þetta er að flestu leyti eins og við var að búast og við höfðum spáð fyrir um," segir Kristján Kristinsson hjá Hafrannsóknarstofnun. Frumniðurstöður úr stofnmælingu botnfiska á þessu hausti gefa litla ástæðu til bjartsýni.

Innlent
Fréttamynd

400 milljónir í framboðið

Kostnaður við framboð Íslendinga til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna er áætlaður um 200 milljónir króna frá árinu 2001. Í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns Frjálslynda flokksins, kemur fram að undirbúningi og áætlunum vegna framboðsins hafi verið sinnt samhliða öðrum málum og ekki leitt til fjölgunar í utanríkisráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Komið í veg fyrir neyðarástand

Samningar hafa náðst við fimm af átta hjúkrunarfræðingum sem annars hefðu hætt störfum á blóðskilunardeild Landspítalans um áramót. Herdís Herberts­dóttir, sviðs­stjóri á lyf­lækninga­sviði, segir að með þessu hafi neyðarástandi verið afstýrt.

Innlent
Fréttamynd

Djúpt borað eftir orku

Íslenska djúpborunar­verkefnið er komið vel á veg en í haust var því tryggð fjármögnun. Markmiðið með verkefninu er að finna út hvort með breyttri vinnsluaðferð megi ná meiri orku úr háhitasvæðum og auka með því hagkvæmi jarðhitavinnslu. Nú þegar telja orkufyrirtæki jarðorkuvirkjanir vænlegri kost en vatnsaflsvirkjanir.

Innlent
Fréttamynd

Vill eftirlitsmyndavélar á Laugaveginn

Borgarstjóri vill að eftirlitsmyndavélum verði komið upp á Laugavegi til að fyrirbyggja ólæti og sóðaskap sem borið hefur á um helgar. Steinunn Valdís Óskarsdóttir ræddi þennan möguleika við Lögreglustjórann í Reykjavík í gær.

Innlent
Fréttamynd

Gagnsæi er réttarörygginu mikilvægt

Á fyrstu mánuðum komandi árs stend­ur til að opna nýja heimasíðu héraðs­dóm­stóla landsins. Heimasíðan verður á vegum Dóm­stóla­ráðs, en undir það heyra dóm­stólarnir. Í kjölfarið verður í fyrsta sinn hægt að nálgast á netinu dóma allra hér­aðs­dóm­stólanna.

Innlent
Fréttamynd

Vill stemma stigu við svindli

Guðmundur Páll Jónsson, bæjarstjóri á Akranesi, boðar í dag til annars fundar um málefni erlendra starfsmanna í sveitarfélaginu. Hann segir í viðtali við Skessuhornið að enginn vafi leiki á því í hans huga að vinnuveitendur hafi farið á mis við leikreglur í þessum efnum í sveitarfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Ekki í nafni þjóðarinnar

Verkefnisstýrur baráttuárs kvenna 2005 segja það tímaskekkju að Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hafi sent Unni Birnu Vil­hjálms­dótt­ur al­heims­fegurðar­drottningu heilla­óska­skeyti í nafni allrar íslensku þjóðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Einn játaði að eiga hassið

Fíkniefnahundur lögreglunnar á Akureyri fann á fimmtudagskvöld 120 grömm af hassi og 130 e-töflur á opnu svæði austan við íþróttahúsið Bogann á Akureyri. Efnin fundust eftir að athugull vegfarandi tilkynnti lögreglu um grunsamlegar ferðir ungs manns. Hann var horfinn á braut þegar lögreglan kom á vettvang.

Innlent
Fréttamynd

Lifir fyrir börnin sín

Særún Sveinsdóttir Williams missti neðan af báðum fótum í bílslysi. Hún er bjartsýn á framtíðina. Fjölskyldan verður hjá henni um jólin.

Innlent
Fréttamynd

Eitraður olíureykur bærist frá Örfirisey

Ef kviknaði í olíubirgðastöðinni í Örfirisey gæti þurft að rýma hús í Reykjavík. Birgðastöðin uppfyllir skilyrði svokallaðrar Cevezo-tilskipunar um öryggi. Það gerði líka Buncefield-stöðin sem brann í London um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Ágreiningur um sölulistann

"Við gerðum athugasemdir við að ákveðin bóksala bauð bókaútgefendum að renna öllum stærri sölum gegnum kerfið hjá sér svo salan myndi telja þegar metsölulistinn væri tekinn saman," segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri JPV útgáfu.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldi atkvæða ekki gefinn upp

Forsvarsmenn Íslenska sjónvarpsfélagsins gefa ekki upp hversu mörg atkvæði bárust símleiðis í keppnina Ungfrú heimur sem sýnd var á Skjá einum á laugardag. Keppnin í ár var með öðru sniði en áður. Netkosning og símakosning réðu því hvaða stúlkur komust í sex manna úrslit en dómnefnd valdi svo Unni Birnu Vilhjálmsdóttur Ungfrú heim.

Innlent
Fréttamynd

Skili peningum til neytenda

"Framkoma sem þessi við íslenska neytendur er forkastanleg og ég óska eftir að atvinnurekendur skili aftur þessum peningum," segir Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna. Hann gagnrýnir harðlega að verðlag á innfluttum vörum lækki ekki samkvæmt nýrri vísitölu neysluverðs þrátt fyrir áframhaldandi sterkt gengi krónunnar.

Innlent
Fréttamynd

Mjólk hækkar um áramótin

Verð á mjólk og mjólkurvörum hækkar um áramót um leið og verð til bænda hækkar. Verðlagsnefnd búvara upplýsti fyrir helgi um samkomulag um breytingar á verði mjólkur og mjólkurvara. Verð til bænda hækkar um 2,9 prósent, eða um 1,28 krónur fyrir hvern mjólkurlítra.

Innlent
Fréttamynd

Stefnuleysi og doði ríkjandi

Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir fjárhagsvanda margra sveitarfélaga ekki einangraðan heldur tengist hann byggðastefnu stjórnvalda.

Innlent
Fréttamynd

Hávaði í mötuneytum geti leitt til heyrnaskaða

Hávaði í mötuneytum sumra grunnskóla í Reykjavík er slíkur að það getur leitt til þess að börn skaðist á heyrn. Nýjar hljómælingar sýna að mesti hávaði er töluvert yfir viðmiðunarmörkum Umhverfissviðs borgarinnar í að minnsta kosti einum skóla og nálægt mörkunum í tveimur öðrum.

Innlent
Fréttamynd

Verið að skoða erindi Íbúðalánasjóðs

Fjármálaeftirlitið hefur tekið til skoðunar erindi Íbúðalánasjóðs vegna umdeildra viðskipta KB banka með íbúðalánabréf á útboðsdegi Íbúðalánasjóðs í nóvember. Að sögn Jónasar Fr. Jónssonar, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, er verið að skoða erindi Íbúðalánasjóðs en ekki er þó að vænta neinna viðbragða frá Fjármálaeftirlitinu fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Stóraukinn vatnsútflutningur

Útflutningur á drykkjarvatni er orðinn þriðjungi meiri en hann var á síðasta ári, og það þrátt fyrir að þrír síðustu mánuðir þessa árs séu ekki taldir með.

Innlent
Fréttamynd

Bruni í bílum sjaldgæfur

Afar sjaldgæft er að kvikni í bílum við árekstra. Þegar slíkt gerist er það oftast nær tengt rafkerfi bílanna og byrja slökkviliðsmenn venjulega á því að aftengja rafkerfin þegar þeir koma á slysstað.

Innlent
Fréttamynd

Fær enn martröð þrem vikum eftir slysið

Særún Sveinsdóttir Williams, sem missti báða fætur í bílslysi í Bandaríkjunum fyrir þremur vikum, fær enn martraðir eftir slysið. Hún liggur alvarlega slösuð á sjúkrahúsi, en segist afar þakklát fyrir að vera á lífi. Hafin er fjársöfnun til handa þessari einstæðu þriggja barna móður.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra vonar að málið fjúki í burtu

Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, mun ekki segja af sér vegna dóms hæstarréttar sem féll fyrir helgi og neitar að ræða málið efnislega. Ástráður Haraldsson, lögmaður Valgerðar Bjarnadóttur, segir Árna einbeita sér að því að drepa málinu á dreif og fá það til að snúast um eitthvað annað í þeirri von að tali hann nógu mynduglega og með nógu djúpum tóni þá muni þetta mál fjúka í burtu.

Innlent